fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Þórólfur gagnrýnir fréttaflutning – Fólk fær ekki COVID-19 aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 14:20

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason gagnrýndi fréttaflutning gærdagsins tengdan COVID-19 á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Staldraði hann sérstaklega við fregnir af konu sem hefur smitast af COVID-19 en mælist ekki með mótefni. Var staðhæft í fréttinni að konan gæti fengið COVID-19 aftur. Þórólfur gagnrýndi að þetta hefði ekki verið borið undir sérfræðinga og sagði hann að fólk smitaðist almennt ekki af sjúkdómnum aftur.

Þórólfur sagði að fréttaflutningur af faraldrinum hefði almennt verið góður og brýndi hann fjölmiðla til að vanda sig áfram því það kostaði mikla vinnu að leiðrétta rangar upplýsingar.

Fjögur innanlandssmit greindust í gær. Raðgreiningu veirunnar í þeim er ekki lokið og liggur ekki fyrir hvort þau eru úr sömu hópsýkingu og önnur smit sem greinst hafa undanfarið. Þórólfur sagði greinilegr að veiran hefði dreift sér víða og því mætti vænta þess að upp komi nokkur smit daglega á næstunni en einnig dagar inn á milli með engum smitum.

Íslensk erfðagreining hefur skimað 5.370 manns frá 29. júlí og hafa 10 smit greinst í þeim skimunum. ÍE hefur undanfarna daga skimað í Vestmannaeyjum en engin ný smit hafa komið fram þar.

Sýni úr 2.100 farþegum voru tekin á landamærum í gær en tæplega 4.000 komu til landsins. Engin virk smit greindust og enginn er í bið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“