fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 14:21

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins um kórónuveirufaraldurinn. Byggir Þórólfur þetta mat sitt á því að Íslensk erfðagreining hefur skimað af handahófi um 4.000 manns frá því rétt fyrir síðustu mánaðamót og aðeins þrír hafa reynst smitaðir.

Á hinn bóginn hafa flest smit undanfarið verið úr annarri af tveimur hópsýkingum sem hér urðu fyrir skömmu og ekki hefur tekist að rekja þau smit öll. Bendir staða þessa máls til þess að smit úr þessari sýkingu séu að dreifast nokkuð um samfélagið.

Níu innanlandssmit greindust í gær. Af þeim var aðeins einn í sóttkví.

Virk smit á landinu eru nú 90. 750 eru í sóttkví. Enginn er lengur á sjúkrahúsi en sá maður sem undanfarið hefur legið á Landspítalanum með veikina er nú útskrifaður.

Í gær voru um 1.100 skimaðir á landamærum og greindist ekkert smit. Um 111.000 farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní og hafa 75.000. 27 hafa greinst með virk smit og 100 með gömul smit.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill