fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Heyrnarlaus skólastjóri Hlíðaskóla brýtur blað í sögunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. júlí 2020 18:30

Samsett mynd DV. Mynd af Berglindi aðsend. Mynd af Hlíðaskóla: Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind „Betty“ Stefánsdóttir var fyrir skömmu ráðin skólastjóri Hlíðaskóla. Þetta er í fyrsta skipti í Evrópu – og hugsanlega í heiminum – sem heyrnarlaus manneskja er ráðin skólastjóri í skóla þar sem nemendur eru með heyrn. Er þetta í annað sinn sem Berglind brýtur blað í sögunni en árið 1996 var hún ráðin skólastjóri að Vesturhlíðaskóla, sérskóla fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Varð hún þar með fyrsti heyrnarlausi skólastjórinn á Íslandi.

„Þetta sýnir að allir geta haft möguleika. Við segjum oft að við getum gert allt nema heyrt. Ég var ekki ráðin út af heyrninni heldur vegna reynslu minnar sem skólastjóri,“ segir Berglind í stuttu spjalli við DV.

Auk almennra deilda fyrir nemendur með eðlilega heyrn er sérdeild fyrir heyrnarlausa við Hlíðaskóla. Því eru starfandi táknmálstúlkar við skólann sem einnig gætu komið að góðum notum varðandi samskipti Berglindar við starfsfólk, nemendur og foreldra:

„Það eru átta starfandi túlkar við skólann. En það kemur í ljós hvernig ég geri þetta í haust. Sumir kunna táknmál í skólanum. En samskipti verða engin hindrun fyrir mig,“ segir Berglind.

Berglind segist hafa fengið góð viðbrögð við tíðindum af ráðningu hennar og DV hefur heyrt í starfsmanni sem er himinlifandi með þessa ákvörðun.  „Ég hef fengið góð viðbrögð en ég veit samt að sumir eru óöruggir. Markmið mitt er að samskipti verði engin hindrun frá fyrsta degi.“

Berglind hefur metnaðarfull markmið fyrir Hlíðaskóla:

„Skólinn hefur gert marga góða hluti og það verður áfram enda er mjög faglega unnið á mörgum sviðum í skólanum. Það er margt sem mig langar að framkvæma og framtíðarsýn mín er að Hlíðaskóli verði leiðandi í menntamálum barna á Norðurlöndum og í Evrópu.“

Undanfarin tíu ár hefur Berglind verið búsett í Noregi og segist hún hlakka mikið til að flytjast heim til Íslands og takast á við þetta verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn