fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Heimkomusmitgát: Þetta þarft þú að vita ef þú ert á leiðinni til landsins

Heimir Hannesson
Mánudaginn 13. júlí 2020 11:32

mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag tóku gildi nýjar reglur heilbrigðisráðuneytisins um heimkomusmitgát. Er um að ræða hertar reglur um komu íslenskra ríkisborgara til landsins. Voru reglurnar settar að tillögu smitsjúkdómalæknis og almannavarna eftir nokkur tilfelli um útbreiðslu Covid-19 smita í kjölfar opnun landsins í upphafi mánaðarins.

Þetta þarft þú að vita ef þú ætlar að ferðast til Íslands á næstu misserum:

Fyrstu fimm dagana eftir heimkomu þarft þú að gangast undir svokallaða heimkomusmitgát. Hér er það helsta sem þú þarft að vita um að vera í heimkomusmitgát.

Þá mátt þú EKKI:

  • fara á mannamót eða veislur þar sem fleiri en 10 eru saman komnir,
  • vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi/viðkvæma hópa,
  • heilsa með handabandi og forðast faðmlög,

Þú ÞARFT að:

  • gæta sérstaklega að tveggja metra reglunni,
  • huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Þvo hendur reglulega og duglegur að spritti sig þess á milli.

Þú MÁTT:

  • nota almenningssamgöngur,
  • fara í bíltúra,
  • fara í búðarferðir,
  • hitta vini og kunningja, þó undir þeim takmörkunum sem að ofan er getið.

Fjórum til fimm dögum eftir heimkomu þarft þú að fara í aðra sýnatöku, þér að kostnaðarlausu. Ef sýnið er neikvætt fellur heimkomusmitgátin niður, en jákvætt sýni leiðir að sjálfsögðu til einangrunar, og sendir þá einstaklinga sem þú hefur verið í nánu samneyti við í sóttkví – það er því ráðlagt að takmarka þann fjölda eins og hægt er.

Heimkomusmitgátin nær eingöngu til íslenskra ríkisborgara vegna þess víðfeðma tengslanets sem þeir búa að hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu