fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Gleðifréttir úr Þrastaskógi – Risastrumpinum skilað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júlí 2020 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er verið að blása strumpinn upp núna. Það er enginn reiður út af þessu, bara allir glaðir yfir því að strumpinum hafi verið skilað. En strumpurinn var hér á bílastæðinu fyrir utan þegar við mættum til vinnu í morgun,“ segir starfsmaður Tjaldsvæðisins í Þrastaskógi, sem er skammt frá veitingastaðnum Þrastalundi, nálægt Selfossi.

Eins og DV greindi frá um síðustu helgi var strumpi sem er 9 metra hár uppblásinn og er notaður í auglýsingaskyni stolið frá staðnum er hann lá loftlaus á bílastæðinu fyrir utan starfsstöðina að kvöldi dags.

„Við erum nýbúin að opna aftur eftir breytingar og við vorum með þennan strump. Hann var ekki uppblásinn, vorum nýbúin að taka  hann niður þegar við fórum inn, og fimm mínútum síðar var hann horfinn,“ segir starfsmaður tjaldsvæðisins í samtali við DV um síðustu helgi.

Svona lítur strumpurinn út uppblásinn. Engin smásmíði.

Þá sagði ennfremur í fréttinni:

„Hann viðurkennir að málið sé spaugilegt en þetta sé engu að síður bagalagt: „Það eru allir búnir að vera að hlæja að þessu og ég skil það. Þetta er rándýr strumpur og allt það. En þetta er með fáránlegri hlutum sem hægt er að stela, níu metra hár strumpur! Þetta er eini svona strumpurinn á landinu og það eru ekki einu sinni til margir svona í heiminum. Þú selur þetta ekkert og þú ert ekki að fara að blása þetta neins staðar upp!“

Að sögn starfsmannsins var tjaldsvæðið í Þrastaskógi opnað að nýju í gær eftir breytingar og endurbætur. Strumpurinn hafði um stutt skeið staðið þarna uppblásinn sem auglýsing, með upplýsingar um tjaldsvæðið á áhangandi skilti. Þegar honum var stolið lá hann loftlaus í jörðinni og starfsfólkið hafði brugðið sér frá inn í hús til að borða kvöldmat. Að sögn starfsmannsins hefur þjófnaðurinn aðeins getað átt sér stað á um fimm mínútna tímakafla.“

Engir eftirmálar

„Hér ríkir bara gleði og það verða engir eftirmálar af þessu. Við kærðum þetta aldrei til lögreglu,“ sagði starfsmaðurinn í samtali við DV í dag. Hann vildi ekki fara út í það hver væri grunaður um stuldinn, málið væri nú úr sögunni fyrst strumpinum hafi verið skilað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“