fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Miklar uppsagnir yfirvofandi á Seltjarnarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 14:39

Mynd: Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að 13 starfsmenn í mötuneytum Seltjarnarnessbæjar fái uppsagnarbréf næstkomandi föstudag. Mikill titringur er vegna málsins í bæjarfélaginu. Allur mötuneytismatur á vegum bæjarfélagsins hefur verið boðinn út en þar kveður mest að mat fyrir nemendur í Mýrahúsaskóla, Valhúsaskóla og Leikskóla Seltjarnarness. Einnig sér mötuneyti bæjarins kennurum og öðru starfsfólki skólanna fyrir mat, sem og öðru starfsfólki bæjarins.

„Við vorum bara að bjóða út matinn hjá okkur. Gert var útboð og þrír tóku þátt í þessu. Það er ekki búið að gefa út hvaða aðili hlýtur verkið,“ segir Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og formaður skólanefndar Seltjarnarness.

Samkvæmt heimildum DV er sá aðili sem hlýtur verkefnið fyrirtækið Skólamatur. Sigrún Edda segir að aukin fjölbreytni sé helsta ástæða breytingarinnar. Aðrar raddir segja að slæm fjárhagsstaða bæjarins sé helsta ástæðan fyrir þessum hagræðingaraðgerðum. Sigrún Edda segir að vissulega sé hagræðing í þessu fólgin, en:

„Þetta snýst fyrst og fremst um að auka fjölbreytni í matnum og við gátum ekki uppfyllt óskir þar um í núverandi fyrirkomulagi. Til dæmis er fólk sem kýs að fá grænmetisrétti og það hefur ekki verið hægt hingað til. Þetta er bara eins og gert er á fjölmörgums stöðum, við kjósum að fá matinn aðsendan.“

Sigrún segir að vissulega verði þetta sársaukafullt fyrir mötuneytisstarfsfólk hjá bænum en alls ekki sé útilokað að verkkaupandinn ráði eitthvert af starfsfólkinu til sín. Það liggur þó ekki fyrir hve margir fái starf hjá þeim aðila.

Starfsfólkið vinir barnanna

Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi fyrir Viðreisn/Neslista segir sorglegt að svo margir missi vinnuna, en aðgerðin sé tilkomin vegna viðvarandi hallareksturs bæjarins:

„Þetta er sorgardagur fyrir starfsfólk og nemendur í grunnskóla Seltjarnarness. Aðalástæða þess að ákveðið var að fara í útboð með skólamáltíðir er sparnaður vegna viðvarandi hallareksturs bæjarins. Ein af tillögum ráðgjafa sem fór yfir fjármál bæjarins var að bjóða út skólamáltíðir og að með því mætti spara 40% af kostnaði við skólamat. Ég hef í umræðum um það mál ásamt fulltrúum Samfylkingar lagt megináherslu á að framreiðslustarfsfólk bæjarins héldi störfum sínum, þótt ráðist væri í þessa breytingu. Það er sorglegt ef það verður ekki raunin. Sérstaklega fyrir börnin, en starfsfólkið sem ber fram matinn eru vinir barnanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv