fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Faraldurinn gengur ekki hratt niður

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. apríl 2020 14:13

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 faraldurinn er í niðursveiflu hér á landi.  Hins vegar er þessi niðursveifla ekki mjög hröð. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, á upplýsingafundi almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra rétt í þessu.

15 einstaklingar greindust með veiruna síðast liðinn sólarhring.  Átta á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Vestfjörðum, einn á Suðurlandi og einn í Vestmannaeyjum.

Tveir eru á gjörgæslu á Landspítala og einn á Akureyri. Aðeins tveir eru í öndunarvél.

Eitt andlát varð á síðasta sólarhring og eru því alls níu látnir vegna veirunnar.

„Mat á faraldrinum er það að faraldurinn er í niðursveiflu en reynslan annars staðar frá segir að það gerist ekki mjög hratt. Við verðum áfram að vera vakandi fyrir því að greina hér tilfelli og jafnvel að hér geti komið upp litlar hópsýkingar,“ segir Þórólfur og brýnir landsmenn til að ganga ekki of hratt um gleðinnar dyr í þessum efnum. Tilslakanir vegna takmarkanna hafa ekki tekið gildi og geri það ekki fyrr en 4. maí. Þar til þarf enn að fylgja núgildandi reglum.

„Að lokum vil ég hvetja einstaklinga að halda áfram þeirri samstöðu sem skilaði þessum góða árangri hér og fara eftir þeim tilmælum sem hafa verið gefin út og verða gefin út núna á næstu misserum, vikum og mánuðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni