fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Bíll Söndru fundinn – Umfangsmikil leit í gangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmennt lið frá björgunarsveitunum, Landhelgisgæslunni og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leitar í dag að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long sem ekki hefur spurst til síðan um hádegið á fimmtudag. Bíll konunnar fannst á Álftarnesi og hefur leit að henni beinst að því svæði. RÚV greinir frá þessu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er notuð við leitina.

Bíll Söndru, sem er 27 ára, fannst á Álftanesi.

Sandra er grannvaxin, 172 sm á hæð og með mjög sítt, rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Sandra var með hálsklút (karrígulur og blettatígursmunstur) og með svartan og gráan klút/hárband í hárinu. Þess skal getið að Sandra er mjög áberandi rauðhærð.

DV birti í  morgun viðtal við náfrænku Söndru og er þar að finna myndband þar sem Sandra sést ganga burt frá heimili sínu í Setbergi í Hafnarfirði.

Uppfært: Samkvæmt frétt á Vísir.is heimsótti Sara vinkonu sína á fimmtudag og fór frá henni um hálfsexleytið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt