fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Fimmta dauðsfallið vegna COVID-19: „Ég syrgi í dag vin minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. apríl 2020 22:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmta dauðsfallið hérlendis vegna COVID-19 sjúkdómsins átti sér stað í dag: Sigurður Sverrisson andaðist á Landspítalanum í Fossvogi. Sigurður, sem var fæddur árið 1953, hafði barist við sjúkdóminn undanfarnar vikur. Hann var um tíma tekinn úr öndunarvél en versnaði síðan aftur.

Vefur Fréttablaðsins greindi fyrst fjölmiðla frá þessu en bróðir Sigurðar tilkynnti um lát hans á Facebook og vinir hans nokkrir hafa kvatt hann á samfélagsmiðlinum.

Meðal vina Sigurðar er Snorri G. Bergsson þýðandi og skákmaður og hann kveður vin sinn með þessum orðum:

Ég syrgi í dag vin minn, húmoristann, briddsarann og skákmanninn Sigurð Sverrisson sem lést í dag og hafði þá verið ekkill um skamma hríð en frú María lést fyrir tæpum mánuði. Ég heyrði í honum fyrir um tveimur vikum og þá var hann hress þó að hann væri í sóttkví vegna kórónuveirunnar, hló að aulabröndurum eins og venjulega. Síðan versnaði hann af veirunni og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést af völdum hennar. Hvíl í friði gamli vinur og frú þín góð. RIP. YNWA

Varð ekkill í síðasta mánuði

Bróðir Sigurðar tilkynnti um andlát hans á Facebook með þessum orðum:

„Það er með mik­illi sorg í hjarta sem við í dag kveðjum ástkær­an bróður. Það ger­ist núna svo skömmu eft­ir að við kvödd­um okk­ar elsku mág­konu. Betri vini og fé­laga hef ég ekki getað hugsað mér. Megið þið hvíla í friði elsku Siggi bróðir og Mary Pat. Ykk­ar verður sárt saknað.“

Sú Mary Pat sem bróðir Sigurðar vísar til er eiginkona Sigurðar sem lést í síðasta mánuði.

DV vottar aðstandendum og vinum Sigurðar innilega samúð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu