fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Krefjast þess að aðstoð ríkisins til fyrirtækja landsins skili sér í vasa neytenda

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. apríl 2020 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórnvöld verða að tryggja varnir neytenda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aðgerðir stjórnvalda mega aldrei verða til þess að veikja varnir neytenda né réttindi,“ svo segir annari af tveimur ályktunum sem stjórn Neytendasamtakanna sendi frá sér í gær.

Neytendasamtökin krefjast þess að aðgerðir stjórnvalda í þágu fyrirtækjanna í landinu nái einnig til neytenda. Til að mynda ættu aðgerðir stjórnvalda til að létta um hjá bönkum og fjármálastofnunum að skila sér einnig í vasa viðskiptavina í formi lækkana á vöxtum og þóknunum. Aðgerðir í hag leigusala skili sér í vasa leigjenda sömuleiðis.

„Samtökin hvetja stjórnvöld til að fylgjast sérstaklega með því og fylgja því hart eftir“

Samtökin vara einnig við „gamalkunnum óvildargestum“ – gengissigi og verðbólgu. En slíkt sé nú þegar í sjónmáli og er það ábyrgð stjórnvalda að grípa inn í þá atburðarás.

„Eitt af því sem hlýtur að vera skoðað við þær aðstæður er hvort setja eigi þak á verðtryggingu. Ekki er í boði að neytendur verði einir látnir bera þær klyfjar sem óneitanlega munu fylgja því sem fram undan er“

Neytendasamtökin hvetja einnig Strætó til að endurskoða ákvörðun um að fækka ferðum. „Hin skerta þjónusta Strætó kemur hart niður á notendum, meðal annars þeim sem vinna samfélagslega mikilvæg störf og nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu.“

Telja samtökin þessar aðgerðir ganga gegn tilgangi sínum þar sem þau stuðli að því að fleiri farþegar taki sama farvagn sem auki þá smithættu kórónuveirunnar.

Þetta er ekkí fyrsta sinn í vikunni sem þak á verðtryggingu kemur til tals. Óeining innan miðstjórnar ASÍ hefur verið nokkuð til umræðunnar í vikunni. Af því tilefni ritaði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR,  í færslu á Facebook að stjórnvöld hafi verið tilbúin til að ræða við samninganefnd ASÍ um mögulegar aðgerðir til að bregðast við blikum í efnahagslífi.

„Stjórnvöld sem voru tilbúin að skoða aðgerðir varðandi þak á vísitölu verðtryggðra lána og fleiri mikilvæg atriði sem skipta fólkið máli“ Hins vegar bætti Ragnar við að málið hafi aldrei komist í málefnalega umræðu innan samninganefndar ASÍ og hefur Ragnar sagt sig úr miðstjórn ASÍ og sömuleiðis hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akreness sagt af sér sem 1. varaforseti ASÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna