fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Gunnar Smári segir Einar hafa enga sómakennd og Eiríkur tekur undir: „Sleikir rassinn á valdinu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, fréttamaður RÚV, er gagnrýndur víða eftir Kastljós í gærkvöldi. Þar var Inga Sæland gestur hans og þykir sumum Einar hafa gengið of langt í framkomu sinni. Inga Sæland hélt að viðtalið ætti að mestu að snúast um stjórnmál og Flokk fólksins. Stærsti hluti þáttarins fór í að ræða skoðanir Ingu Sæland á hvernig hún telur að eigi að bregðast við yfirvofandi hættu sem stafar vegna kórónaveirunnar.

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, hefur oft áður gangrýnt Einar en er óvenjuharður nú. „Ömurlegt að Ríkssjónvarpið skuli fela manni að sinna stjórnmálaumræðu sem sleikir rassinn á valdinu en mætir málsvörum hinna valdalausu, sem Inga Sæland sannarlega er, af þeim hroka sem ungliðar Sjálfstæðisflokksins eru aldir upp í; sannfæringu um að öll þau sem beygja sig ekki undir vald Sjálfstæðisflokksins séu boðflennur í almennri umræðu og beri að mæta með fyrirlitningu og stælum,“ skrifar Gunnar Smári og heldur áfram:

„Kastljós kvöldsins var til skammar. En jafnframt áminning um að að innan Ríkissjónvarpsins fer ekki fram nein samfélagsumræða sem ekki er á forsendum Valhallar og til að þjóna hagsmunum þess flokks (ef undan er skilin þriðji eða fjórði hver Kveikur).“

Ljóst er að margir deila þessari skoðun Gunnars Smára því fjöldi fólks skrifar athugasemd við færslu hans og segist á sama máli. Þingmaðurinn fyrrverandi, Þór Saari, segir til að mynda: „Hann er metnaðargjarn og er örugglega að misnota stöðu sína sem stökkpall fyrir sjálfan sig í pólitík, framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjálfsögðu. Svona gæjar komast áfram þar.“

Eiríkur Jónsson fjölmiðlamaður er ekki þekktur fyrir að kalla allt ömmu sína. Honum virðist þó hafa blöskrað framkoma Einars. „Undarleg framkoma Einars Þorsteinssonar umsjónarmanns Kastljóss ríkisins náði nýjum hæðum í samtali við Ingu Sæland formann Flokks fólksins á fimmtudagskvöldi. Talaði niður til hennar án afláts sem og hann aldrei gerir við formenn fjórflokksins. Nýr útvarpsstjóri verður að beita gömlu lögregluvaldi sínu til að stemma af þennan ljóta leik. En Inga sneri sér út úr þessu með leikni en óvíst hvort Einari tekst það þegar gamla löggan mætir með nýju útvarpskylfuna,“ skrifar hann á vef sinn.

Hringbraut fjallaði um málið í gær og hér fyrir neðan má sjá þegar sauð upp úr í Kastljósinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir