fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Fast skotið á Loga: „Landsmenn þurfa ekki á þessu að halda“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 08:42

Logi Már Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það kom svo sem ekkert á óvart að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skyldi tala eins og popúlisti í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Samfylkingin leggur fátt gagnlegt til mála en þrífst helst á hvers kyns lýðskrumi.“

Þetta segir í leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, er gagnrýndur harðlega. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær vakti Logi máls á stöðu kjarasamninga, en um 1.850 félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf í gær. Þá lýsti Logi áhyggjum sínum á því að allt stefndi í víðtækar verkfallsaðgerðir allt að 20 þúsund opinberra starfsmanna BSRB.

„Við í Samfylkingunni höfum margoft bent ráðherrum á að enn á eftir að mæta stórum hópum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á, öldruðum, öryrkjum, námsmönnum og auðvitað fjölmennum kvennastéttum. Það vita allir hér inni að fólk dregur ekki eða á í besta falli erfitt með að draga fram lífið á lægstu laununum sem greidd eru á Íslandi,“ sagði Logi meðal annars.

Leiðarahöfundi Morgunblaðsins – ekki er ólíklegt að þar haldi Davíð Oddsson á penna –  þykir ekki mikið til þessa málflutnings koma og segir að Logi hefði frekar átt að beina fyrirspurn sinni til Dags B. Eggertssonar, flokksbróður síns og borgarstjóra.

„Logi gekk á forsætisráðherra vegna kjaradeilna sem nú standa yfir og verkfalla sem hafa munu mikil áhrif. Auðvitað hefði formaður Samfylkingarinnar átt að beina fyrirspurninni til flokksbróður síns í ráðhúsinu, en það þjónaði ekki þeim tilgangi að slá sig til riddara á kostnað vitrænnar umræðu. Verulegt áhyggjuefni er, nú þegar svo erfiðlega horfir í efnahagsmálum og vinnudeilur auka á vandann, að þingmenn og jafnvel flokksleiðtogar skuli ekki sýna ábyrgð og reyna að stuðla að sátt og leita jákvæðrar niðurstöðu. Landsmenn þurfa ekki á því að halda nú að þingmenn reyni að ýta undir ófrið á vinnumarkaði til að lyfta sér upp í popúlísku orðaskaki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast