fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Hávær öskur trufla skákmenn í Faxafeni – „Ég hef bara uppi efasemdir um hvert við erum komin sem samfélag“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 07:59

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Faxafeni 12 hafa Taflfélag Reykjavíkur og Skáksamband Íslands verið til húsa áratugum saman og má segja að þar sé höfuðvígi íslenskrar skáklistar. En skáklistin er ekki það eina sem lagt hefur verið stund á í húsinu því þar er margskonar starfsemi. Meðal annars er þar líkamsræktarstöðin Primal og er hún í næsta rými við aðalkeppnissal skákmannanna.

Skákmenn eru mjög viðkvæmir fyrir hávaða því skák krefst mikillar einbeitingar. Í síðustu viku fór fjórða umferð Skákþings Reykjavíkur fram en það er elsta og virtasta skákmót ársins. Á meðan sextíu skákmenn sátu að tafli í síðustu viku sauð upp úr því byrjuðu mikil öskur að berast frá líkamsræktarstöðinni og töldu skákmennirnir að um öskurjóga væri að ræða.

„Ég hef bara uppi efasemdir um hvert við erum komin sem samfélag.“

Hefur Fréttablaðið eftir Sigurbirni Björnssyni, skákmeistara, um upplifun hans af öskrunum.

Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, sagðist bjartsýnn á að lausn finnist á þessu. Þór Guðnason, einn eiganda Primal, segir að þar á bæ sé menn allir af vilja gerðir til að leysa málið. Hann sagði að öskrin megi rekja til námskeiðs í leikrænni tjáningu sem hafi farið fram í salarkynnum stöðvarinnar en því sé nú lokið. Hann sagði að aðalvandinn væri að ekki sé nægilega vel hljóðeinangrað á milli aðstöðu skákmannanna og aðstöðu Primal og því mjög hljóðbært.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega