fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Uppnefndur geðsjúklingur, barnaperri, þroskaheftur og sagt að hengja sig – Umdeildur á samfélagsmiðlum í yfir áratug

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 4. janúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón Valtýr Sigurðsson, oft kallaður Fribbi, er virkur í athugasemdum og hefur lengi verið bendlaður við hugtakið nettröll. Hann hefur verið umdeildur á mörgum spjallsvæðum Íslendinga í ríflega áratug og var sérstaklega þekktur innan samfélagsins á Barnalandi þegar það var upp á sitt besta á árum áður. En hver er maðurinn á bak við notandanafnið? DV sló á þráðinn til Fribba sem rakti erfiða reynslu sína af einelti, samfélagsmiðlum og lífinu.

Meðfylgjandi er brot úr stærra viðtali úr helgarblaði DV 

Þolandi eineltis

„Ég er Reykvíkingur og hef búið lengst af í Breiðholti. Ég vek kátínu hvar sem ég kem við sögu, enda mikill húmoristi. Minn helsti kostur er að koma öðru fólki til að hlæja. Ég hef lengi verið þekktur sem Fribbi. Fyrst var ég reyndar kallaður Frikki, síðar Friddsi og að endingu Fribbi.“

Fribbi varð fyrir miklu einelti í Breiðholtsskóla þegar hann var yngri. Hann var með gleraugu, fjarsýnn og með sjónskekkju, með athyglisbrest og talgalla, einrænn og vinafár.

„Ég var auðvelt skotmark fyrir gerendur mína. Ég var oft niðurlægður og hafður að fífli. Vegna þessa reyndi ég oft að skrópa í skólanum og leið aldrei vel þar. Ég þorði þó aldrei að segja foreldrunum frá og neyddi mig frekar í skólann, ég átti ekki annan valkost. Ég var oft neyddur til að gera asnalega hluti sem ég sé eftir enn þann dag í dag.“

Sem dæmi um það einelti sem hann var beittur nefnir hann að hann hafi verið skilinn útundan, uppnefndur, valinn síðastur í íþróttir, tyggjói klínt í hárið á honum, eigur hans eyðilagðar, og mynd tekin af honum nöktum í sturtu.

„Ég bara þakka guði fyrir að netið var ekki til á þessum tíma, því þá hefði myndin örugglega verið send á hefndarklámsíðu þar sem nektarmyndum er dreift í óþökk þolandans. Eineltið mótaði manninn sem ég er í dag. Ég er var um sjálfan mig og passa mig enn í dag á því að vera ekki blekktur, eða hvort verið sé að reyna að hafa mig að fífli.“

Virkur í athugasemdum

Fribbi var 25 ára þegar hann hóf þátttöku á opnum spjallsvæðum á netinu. Fyrst á síðunni strik.is, síðan nulleinn.is, hugi.is, minnsirkus.is og barnaland.is.

„Ég tók þátt í ýmsum umræðum, um stjórnmál, kynlíf og sérstaklega öllum umræðum sem hétu Nöldur, en ég á það til að tuða og tauta um ansi margt. Mér fannst mjög spennandi að taka þátt í slíku enda voru umræðurnar þar oft mjög áhugaverðar. Svörin sem ég fékk frá fólki voru oft skítkast og alls konar stælar. En ég var þarna orðinn harður maður eftir allt eineltið og lét því ekkert stoppa mig eða hræða. Ég hóf þá bara skítkast á móti og gaf ekkert eftir.

Núlleinn.is var eiginlega unglingasamfélag, og þar var ég einn af elstu notendunum. Á þessum árum var ekki mikið um fullorðið fólk á svona samfélagsvefjum, heldur voru þetta aðallega krakkar undir 18 ára aldri. Ég varð því sér á báti þar sökum aldurs. Ég var ansi duglegur að mæta daglega þar til að taka þátt í umræðum. Flestum notendur á núlleinum þótti ég bæði fyndinn og leiðinlegur. En þegar maður er mikill einfari og hefur ekkert annað að gera á daginn þá eyðir maður oft tímanum í að spjalla við krakkana á nulleinn.is. Ég átti það til að skamma unglingana þar ef mér þótti þeir fara yfir strikið. Sjálfur fór ég þó líka yfir strikið, til dæmis þegar ég lýsti minni fyrstu kynlífsreynslu á kynlífsþræðinum þar. Ég hefði að sjálfsögðu átt að halda bara kjafti.“

Eftirminnilegur og umdeildur á netinu

Fribbi segir að hann hafi alla tíð verið mikið fyrir athygli, athyglissjúkur jafnvel. Þrátt fyrir að vera feiminn og lokaður.

„Ég þótti einum of opinskár og einlægur í samræðum á núlleinum. Ég veit vel að mörgum blöskraði oft hvernig ég talaði um allt sem mér lá á hjarta. En þetta gerði mig jú mjög eftirminnilegan á netinu og ég varð því strax mjög umdeildur. Síðan hoppaði ég yfir á hugi.is. Mér fannst það flókin síða til að byrja með en ég hafði mjög gaman að því að blogga þar. Reyndar byrjaði ég að blogga í fyrsta skipti um leið og bloggið á núlleinum kom til sögu. En þar vakti ég einmitt mikla athygli þegar ég fór að skrifa fyrstu skáldsöguna mína. Ég þótti líka ansi flinkur að gera flotta bloggsíðu. Sérstaklega þegar ég var að byrja í fyrsta skiptið mitt á blogcentral.is.“

Fribbi segir að hann hafi bloggað mikið um sjálfan sig og það stuðlaði enn frekar að því hversu umdeildur hann varð.

Fyrirfór sér vegna eineltis á hugi.is

Á hugi.is lenti Fribbi aftur í einelti. „Bæði frá stjórnendum og notendum síðunnar. Eineltið var á tíðum farið að ganga ansi langt þar. Einn stjórnandi síðunnar hringdi í mig einu sinni úr partíi og fékk stúlku undir lögaldri, sem var blindfull, til að reyna við mig. Ég var ekki hrifinn af þessari kynferðislegu áreitni og kvartaði við vefstjóra. Í kjölfarið var þessi tiltekni umræðustjórnandi rekinn af hugi.is. Ég frétti svo seinna meir að einn annar notandi hugi.is hafi framið sjálfsmorð vegna eineltis sem hann varð fyrir þar.“

Eftir hugi.is tók við minnsirkus.is. „Þar kom ég í fyrsta sinn fram undir réttu nafni. Á þeirri síðu varð ég nokkuð vinsæll. Þá voru jafnaldrar mínir og fleiri eldri farnir að stunda samfélagssíðurnar. Það gladdi mig mikið. Ein ástæða þess að ég hafði orðið umdeildur og ógleymanlegur á hinum vefjunum var sú að ég var einn af þeim eldri og krökkunum annaðhvort líkaði það eða ekki. En ég held reyndar að krökkunum hafi samt þótt vænt um mig, þrátt fyrir allt dramað og stælana í mér. Ég tel að mér hafi verið fyrirgefið allt dramað sem ég var með þar, enda hlýt ég að hafa skapað skemmtilegustu og ógleymanlegustu augnablikin á þessum síðum. Alveg sama hvar ég kem við sögu, þar vek ég athygli. Ég varð eftirsóttur bloggari á minnsirkus.is og lenti í öðru sæti þegar valdir voru bestu bloggararnir á þeirri síðu. Á minnsirkus.is kynntist ég líka Ásdísi Rán.“

Bland.is

Fribbi varð síðar hundleiður á framangreindum síðum. En þá kynntist hann síðu sem átti eftir að breyta lífi hans til frambúðar, er.is sem síðar varð bland.is.

„Ég byrjaði á bland.is með miklum látum. Ég byrjaði á því að snöggreiðast út í einstaklinga sem höfðu grafið upp myndband sem ég gerði á YouTube og deilt á umræðuþræði. Mér blöskraði svívirðingarnar sem ég sá þar og fann mig tilneyddan til að skrá mig þar inn og skamma fólkið sem var að skíta yfir mig. Ég vildi ekki vera umtalaður þarna, ég var líka ókunnugur þessu fólki og líkaði ekki við að það væri að draga fram myndbönd eftir mig til að gera mig að skotmarki eineltis. Síðan þróaðist þetta yfir í að ég var orðinn fastagestur á síðunni og átti eftir að vekja enn meira umtal um sjálfan mig, sem ég ætlaði mér aldrei að gera. Ég sé mikið eftir því að hafa skráð mig á þessa síðu.“

Fribbi segist hafa orðið að eins konar dramadrottningu á öllum spjallrásum. Alltaf í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér. Á bland.is hafi hann lent í því að aðrir vöktu athygli á honum, óþarfa athygli og sumir jafnvel fengið hann á heilann.

„Fólk annaðhvort dýrkaði mig eða hataði. Eineltið sem ég varð fyrir á þessari síðu er það versta sem ég hef lent í, mikið verra en í grunnskóla. Ég var uppnefndur geðsjúklingur, barnaperri, þroskaheftur, svo sagði fólk að ég ætti að verða fyrir bíl eða að ég ætti að hengja mig. Sumir notendur gengu það langt að ég fór upp á lögreglustöð til að kæra tvo einstaklinga. Lögreglumaðurinn bað mig að ná frekar sáttum við þessa einstaklinga. Annar notandinn er þekkt karlremba og hefur í gegnum tíðina verið mjög dónalegur við kvenfólk á bland.is. Hann er alltaf að ljúga. Þessi maður var farinn að áreita mig mikið á netinu með hótunum og reiðipóstum. Ég hef margreynt að blokka hann, en hann býr þá til nýjan aðgang til að setja sig í samband við mig. Ég veit að hann fylgist enn með mér í dag.“

Við það að missa tökin á eigin lífi

Fribbi hætti á bland.is fyrir tveimur árum. Hann hefur verið bannaður á síðunni og getur því ekki skráð sig inn nema með því að stofna nýjan aðgang.

„Ég vakti jú mikið umtal á bland.is þegar ég hótaði því að fremja sjálfsmorð vegna eineltis sem var þarna farið að ganga ansi langt. En ég á enga vini og var alltaf sjálfur þar í vörn til að verja mig fyrir eineltinu sem ég varð fyrir þar. Ég gat bara ekki höndlað þetta meir og var að missa tökin á mínu lífi. Ég veit að ég á ekki að láta fólk úti í bæ brjóta mig svona mikið niður, en því tókst það ansi oft. Og þá jukust sjálfsvígshugsanirnar. Ég var 19 ára þegar ég reyndi fyrst að svipta mig lífi. Ég átti enga vini og var þá ekki byrjaður á netinu. Ég hafði flosnað upp úr framhaldsskóla vegna eineltis og fannst eins og líf mitt væri að hrynja. Ég var sífellt að valda sjálfum mér og fólkinu mínu vonbrigðum. Ég var kominn með mikinn lífsleiða og vildi að ég hefði aldrei fæðst. Ég var bara kominn með nóg og var að gefast upp á öllu saman.“

Fribbi hefur einnig glímt við langvarandi atvinnuleysi sem reynir mikið á sálarlífið.

„Langvarandi atvinnuleysi getur hreinlega gert út af við mann. Maður verður miklu félagslega einangraðri og upplifir meiri depurð, jafnvel lífsleiða.“

Fribbi segir að samfélagsvefir hafi opnað fyrir honum nýjar víddir og aðstoðað hann við að kynnast fólki. Hann þakkar slíkum síðum meðal annars að hann hafi misst sveindóminn.

Viðtalið má lesa í heild sinni í helgarblaði DV

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Í gær

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug