fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Ungmennafélag Grundarfjarðar: Gjaldkerinn talinn hafa stolið yfir 12 milljónum af félaginu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 09:36

Grundarfjörður - Af vef ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi gjaldkeri Ungmennafélags Grundarfjarðar (UMFG) hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt upp á 12.337.897 krónur af reikningum ungmennafélagsins. Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í dag. Um er að ræða meintar millifærslur af reikningum félagsins yfir sex ára tímabil, frá 2011 til 2017. Er gjaldkerinn sagður hafa flutt peninga af reikningum félagsins yfir á eigin reikninga og yfir á reikninga ófjárráða dóttur sinnar. Millifærslunar voru alls 248. Voru hæstu millifærslurnar upp á 250 þúsund krónur.

Ungmennafélagið kærði gjaldkerann fyrir rúmu ári síðan. DV greindi þá frá. Þar segir: „Heimildir DV herma að meintur fjárdráttur telji milljónum króna og málið hafi komist upp síðasta sumar. Málið kom inn á borð Héraðssaksóknara í vor, Ólafur Þór Hauksson saksóknari staðfesti það en vildi ekki staðfesta meinta upphæð.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill