fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Kannabisefni í sex krukkum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina játaði framleiðslu og vörslu fíkniefna en neitaði að hafa stundað sölu á efnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Í íbúð mannsins sem lögregla gerði húsleit í að fenginni heimild fannst talsvert magn af kannabisefnum í sex krukkum. Einnig fundust kannabisefni í poka.  Þá var á staðnum tjald sem búið var að setja upp fyrir kannabisræktun.

Maðurinn hafði í fórum sínum tugi þúsunda í íslenskum krónum og pólskum slotum og voru þeir fjármunir haldlagðir í þágu rannsóknarinnar.

Þá hafði lögregla afskipti af fáeinum einstaklingum sem voru með meint fíkniefni í fórum sínum. Um var að ræða minni háttar magn í öllum tilvikum og voru málin afgreidd með vettvangsskýrslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“