fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

„Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddur Sigurðsson jöklafræðingur tilkynnti árið 2014 að jökullinn Ok gæti ekki lengur talist jökull. Þar með er talið að um fyrsta jökulinn sé að ræða sem hefur horfið vegna hlýnunar jarðar. Fyrir rúmri öld var Ok meira en 15 ferkílómetrar að stærð og yfir 50 metra þykkur. Nú er Ok aðeins um 15 metrar að þykkt og innan við ferkílómetri að stærð.

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Oddur Sigurðsson munu þann 18. ágúst næstkomandi afhjúpa minnisvarða á Oki. Á minnisvarðanum má finna bréf til framtíðarinnar þar sem stendur:

„Ok er fyrsti nafnkunni jökullinn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar landsins fari sömu leið. Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“

Neðst á minnisvarðanum er svo að finna magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu núna, 415 milljónarhlutar  (ppm), en magnið hefur ekki verið meira á jörðinni í yfir þrjár milljónir ára.

Minnisvarðinn um Ok hefur vakið heimsathygli og mikið verið fjallað um hann á erlendum miðlum. Vonir standa til að minnisvarðinn muni vekja fólk til meðvitundar um alvarleika loftslagshamfaranna. Það er of seint að bjarga Oki, en enn er hægt að bjarga öðrum jöklum.

Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um 647 ferkílómetra frá aldamótum og minnkar um sem nemur hálfu flatarmáli Þingvallavatns á hverju ári. Ok er fyrsti jökullinn til að hverfa alveg. Minnisvarðinn er áminning til manneskjunnar um að loftslagsbreytingar eru raunverulegar, vandamálið er stórt og brýnt að bregðast við núna. Það verða svo kynslóðir framtíðar sem annaðhvort njóta eða gjalda fyrir viðbrögð okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun