fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Byko-málið fer fyrir Hæstarétt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 15:15

Byko verðlaunar starfsfólkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur veitt Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi í Byko-málinu svokallaða. Málið sneri að brotum Byko gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna á byggingavörum.

Landsréttur staðfesti í sumar að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljóna króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 milljónir króna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að sekt Byko skyldi vera 325 milljónir króna.

„Landsréttur taldi að þegar brot Byko á samkeppnislögum væru „metin heildstætt [verði] að leggja til grundvallar að um sé að ræða alvarleg brot sem beinast gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin voru framin af ásetningi.“ Lækkun Landsréttar á þeirri sekt sem ákveðin var í héraði byggði m.a. á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir enn fremur að Samkeppniseftirlitið telji að Landsréttur hafi ekki beitt banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði með réttum hætti. Þá telji eftirlitið að sú sekt sem Landsréttur taldi hæfilega byggi á röngum forsendum og tryggi ekki nægjanleg varnaðaráhrif. Sökum þessa óskaði Samkeppniseftirlitið eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Hefur Hæstiréttur nú samþykkt þá beiðni Samkeppniseftirlitsins, að því er segir í tilkynningunni.

Málið hófst þegar Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 milljóna króna sekt á Norvik, móðurfélag Byko.

„Norvik og Byko kærðu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í október 2015 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Byko hefði tekið þátt í ólögmætu verðsamráði og brotið gegn samkeppnislögum. Hins vegar féllst nefndin ekki á að ákvæði EES-samningsins hefðu verið brotin. Einnig taldi nefndin að brot Byko hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar. Taldi nefndin því hæfilegt að lækka sekt Byko úr 650 mkr. í 65 mkr. Héraðsdómur taldi hins vegar brotin mun alvarlegri og hækkaði sekt Byko að kröfu Samkeppniseftirlitsins. Féllst héraðsdómur einnig á það með eftirlitinu að Byko hefði brotið gegn banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí