fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Tæplega tonni af bjór stolið á Akureyri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun júlí var tæplega einu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Í húsinu er rekið félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk og var ekkert eftirlitskerfi í húsinu. Í Fjölsmiðjunni hefur verið unnið við pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur og því var mikið magn af bjór í húsnæðinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Fjölsmiðjan sé vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára. Þetta unga fólk stendur á krossgötum í lífinu að því að Fjölsmiðjan segir og gefst því tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám hjá Fjölsmiðjunni.Unnið er til klukkan 15 á daginn í húsnæðinu og fær unga fólkið greiddan verkþjálfunar- og námsstyrk.

Fréttablaðið hefur eftir lögreglunni á Akureyri að rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum hafi verið stolið úr húsinu. Þarna var um að ræða fimm bjórtegundur frá Víking. Í heildina var því um tæpt tonn af bjór að ræða en þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Rannsókn lögreglunnar leiddi til þess að megnið af bjórnum fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins. Málið er enn til rannsóknar.

Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að unnið hafi verið við pökkun á gjafaöskjum fyrir Víking og hafi samstarfinu verið haldið áfram þrátt fyrir þjófnaðinn. Í kjölfar hans hafi verið ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar í húsnæði Fjölsmiðjunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin