fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Hælisleitandi hótaði að afhöfða íslenskan lögreglumann – Nefbraut konu í Keiluhöllinni – „Alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hælisleitandi hér á landi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. ágúst fyrir fjölmörg brot, öll framin á þessu ári. Sum atvikin eru sérstaklega alvarleg en hann er meðal annars sakaður um að hafa hótað að drepa lögreglumann og hafa nefbrotið konu í Keiluhöllinni.

Maðurinn er sakaður um fjölmörg brot og snúast mörg þeirra um ýmsan þjófnað. Alvarlegust eru þó tvö atvik. Það fyrra átti sér stað í mars í Verslun Herragarðsins í Smáralind. Þar er maðurinn sagður hafa reynt að stela fatnaði að verðmæti um 130 þúsund krónur en var gómaður af starfsmönnum.

Hann er sagður hafa hótað þeim starfsmönnum lífláti en var handtekinn af lögreglu. Í lögreglubíl á leið frá Smáralind hótaði hann þeim lögreglumönnum lífláti og gott betur.

„[Maðurinn] hótað lögreglumanni lífláti með því að ætla að taka af honum höfuðið. Á leið á lögreglustöðina sagði kærði að honum hafi alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera   höfuð   hennar   af   og   drekka   blóðið   úr   henni   því   til   fögnuðar   og   beindi   þeim   orðum   til lögreglumannsins  að  hann  gæti  orðið  fyrir  valinu  hjá  honum,“ segir í dómi.

Næsta atvik sem má telja sérstaklega alvarlegt átti sér stað í Keiluhöllinni ríflega mánuði síðar. Hann er sakaður um að hafa ráðist þar á konu, en í dómi kemur fram að hann hafi ekkert tengst þeirri konu.

Atvikinu er lýst svo í dómi: „Ráðist á A, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa þannig að A féll niður, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbeinabrot, mar á hné og yfirborðsverka á höfði. Vitni kvaðst hafa séð kærða slá brotaþola með krepptum hnefa í andlitið.“

Líkt og fyrr er hann sagður hafa hótað lögreglumönnum lífláti þegar hann var handtekinn.

Lögreglustjóri fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum og taldi yfirgnæfandi líkur séu á því að hann myndi halda áfram brotastarfsemi væri hann frjáls ferða sinna. Samkvæmt dómi rökstuddi lögreglustjóri það svo:

„Kærði sé hælisleitandi og eigi engan sakaferil hér á landi. Kærði hafi sýnt af sé grófa ofbeldisfulla hegðun  gagnvart  almennum  borgurum.  Hann  hafi  einnig  verið  ógnandi  og  hótað  lögreglumönnum  við afskipti sem og öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Hann hafi orðið uppvís að því að vera að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann hafi komið til landsins. Hann sé talinn vera  mjög  óútreiknanlegur  í  hegðun.“

Athygli vekur að héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu þar sem dómari taldi allar líkur á því að maðurinn myndi fá skilorðsbundinn dóm þar sem hann ætti ekki að baki brotaferil hér á landi. Landsréttur var þó ekki sammála þeirri túlkun og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill