fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Fjögur börn til viðbótar greind með E. coli í dag – Yngsta barnið 14 mánaða

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur börn til viðbótar hafa greinst með E. coli STEC sýkingu í dag samkvæmt tilkynningu frá sóttvarnarlækni. Börnin eru á aldrinum fjórtán mánaða til fjögurra ára. Faraldsfræðilegar upplýsingar hjá þessum börnum liggja ekki fyrir á þessari stundu en þau fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins.

Alls hafa sextán börn verið greind með E. coli sýkinguna. Yngsta barnið sem greinst hafði með sýkinguna fyrir daginn í dag er fimm mánaða. Hann liggur inn á Barnaspítala Hringsins og fer líðan hans versnandi.

Áður hefur verið sagt frá því að smitin hafi verið rakin til Efstadals 2, ferðaþjónustubæjar í Bláskógabyggð. Um þriðjungur starfsmanna í Efstadal voru einnig rannsakaðir í dag og greindist enginn með bakteríuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Fréttir
Í gær

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Í gær

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?