fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eldra fólki gert erfitt að taka námslán – „hafa að mestu verið styrkur“

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frumvarpsdrögum að nýju námslánafrumvarpi menntamálaráðherra er þess krafist að námsmenn verði búnir að greiða upp námslán sín fyrir 65 ára aldur. Gert er ráð fyrir að endurgreiðsla lánanna verði mánaðaleg og að endurgreiðslutíminn verði á bilinu 5 til 25 ár.

Krafan um fulla endurgreiðslu fyrir 65 ára aldur getur haft neikvæð áhrif á þá sem vilja hefja nám á miðjum aldri eða síðar. Greiðslubyrði þeirra getur orðið mjög há þegar kemur að endurgreiðslum, en gert er ráð fyrir að þær hefjist ári eftir námslok.

Í athugasemdum við frumvarpið segir að stefnt sé að því að gera aðstoð ríkisins til námsmanna sýnilegri og jafnari og hvetja þá til að ljúka námi á sem skemmstum tíma, en jafnframt auka fjármálavitund námsmanna. Þess er vænst að þessar breytingar muni leiða til þess að námsmenn leitist við að taka ekki hærri námslán en þörf er á.

Síðan segir í frumvarpinu: ,,Annars staðar á Norðurlöndunum hafa lengi verið skilyrði um hámarksaldur vegna veitingar námsaðstoðar en slíkum skilyrðum hefur ekki verið til að dreifa hér á landi. Eins og fram kemur í almennum athugasemdum eykst verulega sá styrkur sem felst í námsláni eftir því sem lánþegi er eldri. Þar sem endurgreiðslur námslána hafa verið tengdar við tekjur og falla niður við andlát er ljóst að þau námslán sem hafa verið veitt til einstaklinga yfir 60 ára aldri greiðast í mjög litlum mæli til baka og hafa í raun að mestu verið styrkur. Í frumvarpinu er lagt upp með að endurgreiðslum námslána verði ávallt lokið fyrir 65 ára aldur. Sé einstaklingur að hefja nám við 60 ára aldur er ljóst að viðkomandi hefði takmarkaðan tíma til þess að greiða af slíku láni eftir að námi lýkur og áður en hann verður 65 ára.

Þá ber einnig að líta til þess að þjóðfélagslegur ábati af því að mennta einstaklinga yfir 60 ára aldri er minni en ef um yngri einstaklinga er að ræða. Almennt má líta svo á að starfsævi hvers einstaklings sé um 40–45 ár eftir að hann hefur lokið sinni menntun, það er frá 25–30 ára aldri til 67–70 ára aldurs. Menntun einstaklinga felur í sér kostnað fyrir samfélagið bæði í formi framfærslu á meðan á námi stendur og svo beins kostnaðar við kennslu. Þá má gera ráð fyrir að menntun haldi áfram í formi áunninnar reynslu eftir að námi er lokið. Sé einstaklingur þegar kominn á síðari hluta starfsævi sinnar þegar hann sækir sér menntun má ætla að menntunin skili sér í minna mæli aftur til þjóðfélagsins þar sem færri ár eru eftir af starfsævi viðkomandi einstaklings.“

Fullyrt er að málefnaleg sjónarmið liggi að baki þeirri ákvörðun að skilyrða endurgreiðslu við 65 ára aldur. Þannig hafi til dæmis verið litið til Noregs og Svíþjóðar, en í Svíþjóð takmarkast námslánamöguleikar frá 47 ára aldri og við 57 ára aldur hefur námsmaður engan rétt til námsaðstoðar. Í Noregi takmarkast námslánamöguleikar við 45 ára aldur á þann hátt að námsmaður verður að geta greitt námslánið til baka fyrir 65 ára aldur. Námsmenn í Noregi fá ekki námsstyrk eftir 65 ára aldur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv