fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannlæknirinn Bjarki Ágústsson sem hvarf í Hollandi sumarið 2017 frá rekstri sínum, sjúklingum, starfsfólki og öllum skuldbindingum, starfaði í tíu mánuði ársins 2018 á tannlæknastofu Heimis Hallgrímssonar í Vestmannaeyjum. Heimir Hallgrímsson er þjálfari hjá liðinu  Al Ar­abi í Kat­ar og eins og nær allir vita, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

DV fékk ábendingu frá lesanda um þetta fyrir nokkru en nokkuð langan tíma tók að ná sambandi við tannlæknastofuna í Eyjum. En í dag varð þar fyrir svörum kona sem starfar á stofunni og staðfesti hún að Bjarki hefði verið starfandi á stofunni í fyrra en sagði að hann starfaði þar ekki lengur. Hún veitti DV einnig þær upplýsingar að Bjarki sé staddur í Vestmannaeyjum núna. Hann býr þar hins vegar ekki. Konan vildi ekki gefa blaðamanni upp símanúmer Bjarka.

Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum kollega Bjarka rekur hann tannlæknastofuna Scandinavia Dental í borginni Szecin í Póllandi. Þar hefur hins vegar ekki svarað í síma undanfarið. Bjarki mun vera giftur pólskri konu.

Rannsóknarnefnd á vegum hollenska heilbrigðisráðuneytisins hefur skilað skýrslu um mál Bjarka og er það nú komið fyrir dóm. Úrskurður liggur ekki fyrir en hætta er á því að Bjarki gæti misst starfsleyfið vegna viðskilnaðar síns í Hollandi. Sú starfsleyfissvipting myndi þó eingöngu gilda fyrir Holland og ætti því vart að snerta starfsferil Bjarka.

Sjá einnig:

Nýjar upplýsingar um íslenska tannlækninn

Bjarki gufaði upp

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku