fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Ingvar Thor er sakaður um þjófnað en segist vera fórnarlamb neteineltis: Listamaðurinn ætlar að hafa samband við hann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvar liggja mörkin á milli þess að vera undir áhrifum frá öðrum listamanni og að stela hugverkum annarra með því að líkja nákvæmlega eftir þeim? Listamaðurinn Ingvar Thor Gylfason liggur undir ámæli um það síðarnefnda. Ingvar er sagður selja myndir á ríflega 200 þúsund krónur en síðan sjái kaupendur nánast samskonar myndir eftir erlendan listamann. Samkvæmt heimildum DV kostaði dýrasta mynd sem Ingvar hefur selt 350.000 krónur. Mikil umræða hefur orðið um hátterni Ingvars Thors á Facebook síðustu daga sem segist í viðtali við Visir.is vera fórnarlamb óhróðurs og neteineltis.

Sunna Ruth Stefánsdóttir greindi frá því á Facebook að hún viti um í það minnsta fimm erlenda listamenn sem Ingvar Thor hafi stælt í verkum sínum. Til dæmis var það listamaðurinn Jimmy Law sem málaði útgáfuna til vinstri hér fyrir ofan af Marilyn Monroe en Ingvar Thor þá til hægri.

Líkindi myndanna hér að neðan eru jafnvel enn meira sláandi. Sú efri er málverk eftir listakonuna Mariu Kachinskaya:

 

En sú neðri er málverk eftir Ingvar Thor:

 

Líkindin eru jafnvel enn meiri í öðrum ballerínumyndum. Hér er mynd eftir Richard Young:

 

 

Og hér er mynd eftir Ingvar Thor:

 

 

„Vonbrigði að sjá fólk leggjast svo lágt“

Sunna Ruth skrifar eftirfarandi pistil um málið:

„Allir geta lært að herma eftir. Hugmyndaflug, og að vinna margar klukkustundir að því að koma hugmyndinni á striga er ekki auðlært, og því alltaf jafn mikil vonbrigði að sjá fólk leggjast svo lágt að stela list annarra og þá sérstaklega í gróðaskyni (hef heyrt málverk fara frá honum fyrir 120-275 þúsund).

Hingað til hef ég talið upp minnst 5 listamenn sem Ingvar er að herma eftir. En þeir eru meðal annars Lindsey kustusch, myndlistarkona frá San Francisco, Jimmy Law, Laura Row, Richard Young og Maria Kachinskaya (mæli endilega með að googla þessa listamenn). Jafnvel eru fleiri sem hafa orðið fyrir þessu sem ég hef ekki enn fundið, þetta var allt fundið í mjög fljótu bragði.

Einnig er hann að taka peninga fyrir námskeið með einu af málverkunum sem hann hefur stolið og líklega kynnir sem sitt eigið, enda hefur hann sjálfur selt málverkið.

Svo veit ég um nokkra sem hafa reynt að benda á þetta en hann er ansi snöggur að henda út öllum sem benda á þetta eða spyrja hann út í þetta.“

Í umræðum undir færslunni bendir Sunna á að Ingvar Thor hafi greinilega hæfileika og því sé óskiljanlegt að hann fari þá leið að apa eftir verkum annarra.

Ung listakona kemur með áhugavert innlegg í umræðuna:

„Myndirnar eru ekki alveg eins, hann er mögulega ekkert að fela það að hann máli myndir af öðrum myndum. Í LHÍ var okkur kennt að það er í lagi að stela svo lengi sem við getum breytt því og gert það að okkar eigið. En er þetta ekki bara eins og ,,hönnuðurinn” sem tók Ikea skeiðarnar, boraði nokkur göt í þær og kallaði þær maísskeiðar eða afaskeiðar eða eitthvað slíkt og seldi undir sinni hönnun. Hámarks vinna ein til tvær mínútur.“

Önnur kona skrifar:

„Þetta er brot á höfundarétti. Það þarf að senda honum bréf til að stöðva þetta. Í höfundalögum eru ákvæði um bætur og réttarstöðu þeirra, sem brotin bitna á.“

Maður einn skrifar:

„Frábært hjá þér að spotta þetta. Þetta eru það mikil líkindi með verkunum að þetta er ekkert annað en þjófnaður eins og þú segir. Augljóst mál“

Kaupandi stígur fram

Kona ein sem keypti Marilyn Monroe mynd af Ingvari Thor gaf sig fram á þræðinum og var mikið niðri fyrir:

„Ég er eigandi Monroe myndarinnar og taldi mig vera að kaupa alíslenskt hugverk sem myndbirtist með þessum líka glæsibrag á striganum hjá Ingvari.
Mér líður svolítið eins og ég hafi verið að kaupa fake-brand af (mjög færum) götusala…..andsk*!%&.
Myndin hans Jimmy Law er komin á óskalistann!“

Ingvar segist vera undir áhrifum en ekki stela

Í viðtali við Visir.is í gær þvertók Ingvar fyrir það að stela verkum annarra. Margir listamenn styðji gjarnan við sömu eða áþekkar ljósmyndir og geti auk þess orðið fyrir sterkum áhrifum frá fyrirmyndum sínum:

„Og allar mínar myndir og málverk eru unnin út frá ljósmyndum eða málverkum, og vissulega gætir áhrifa frá öðrum listamönnum sem ég lít upp til og fæ innblástur frá.“

Ingvar sakar þá sem gagnrýna hann um einelti – en um málið var rætt í lokuðum Facebook-hópi um helgina. Núna hefur umræðan hins vegar farið af stað á Facebook-síðu Sunnu Ruthar:

„Mín upplifun er sú að þetta sé ein skýrasta birtingarmynd af neteinelti þegar ég er bombardaður í grúppu sem ég hef ekki einu sinni aðgang að. Ég er að verða fyrir árás.“

Jimmy Law: „Það eru viss líkindi“ – ætlar að hafa samband við Ingvar Thor

DV náði sambandi við einn af listamönnunum sem Ingvar Thor er sakaður um að stæla. Jimmy Law  er sá sem gerði Marilyn Monroe myndina. Hann sagði í samtali við DV í fyrstu ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti en því að fólk hafi bent honum á þetta. „Það eru viss líkindi þarna,“ sagði Jimmy en vildi ekki ganga lengra eða tjá sig frekar. En þegar DV sýndi honum fleiri dæmi sagði Jimmy:

„Ég ætla að skrifa þessum listamanni og óska þess að hann hætti að apa eftir og einbeiti sér að því að þróa sinn eigin persónulega stíl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði
Fréttir
Í gær

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein
Fréttir
Í gær

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur
Fréttir
Í gær

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti