fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sólveig Anna segir niðurstöðu siðanefndar til marks um siðleysi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2019 11:15

Sólveig Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir harðlega niðurstöðu siðanefndar Alþingi í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Siðanefnd komast að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur Alþingis þegar hún lét þau orð falla að rökstuddur grunur væri um refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna aksturspeninga.

Sólveig Anna segir þetta aumkunarverða niðurstöðu. „Þórhildur Sunna segir sannleikann, það sem öll með heila hugsa, bendir rökföst á yfirgengilega spillingu, ekki til að „bæta ímynd“ (að „bæta ímynd“ er verkefni þeirra sem vita að innihaldið er rotið og þessvegna þarf að gæta þess að yfirborðið sé slétt og fellt) eða til að slá sig til riddara heldur vegna þess að hún er með siðferðiskennd og vegna þess að að ef þú sækist eftir áhrifum og ert með siðferðiskennd þá ber þér einfaldlega skylda til að segja sannleikann,“ segir Sólvegi Anna.

Sjá einnig: Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess

Hún segir það eigi að refsa Sunnu fyrir að segja satt. „Fyrir þetta skal henni nú refsað, fyrir að geta ekki þagað þegar hún verður vitni að skammarlegu og siðlausu framferði. Refsigleði valdastéttarinnar gagnvart þeim sem dirfast að segja satt er aumkunarverð; þegar ekki er lengur hægt að treysta því að samtryggingin virki, þegar ekki er lengur hægt að treysta því að fégræðgin ráði för hjá fólki þegar kemur að möguleikum á því að komast í peninga er náð í sápuna og óþekka konan látin bíta í hana, henni til refsingar og öðrum til aðvörunar,“ segir Sólveig Anna.

Hún rifjar svo upp þegar hún sjálf var dregin fyrir dóm vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. „Einu sinni fyrir löngu, þegar ég var ásamt öðrum neydd til að leika í langdregnu og aumkunarverðu leikriti skrifuðu af refsingadeild borgarastéttarinnar (refsingadeildin er leiðinlegasta deild borgarastéttarinnar, þar fá bara þau að vinna sem hafa sannað að frá þeim mun aldrei koma neitt gaman eða gleðilegt) las ég mér til skemmtunar og yndisauka The Coming Insurrection eftir Ósýnilegu nefndina. Eftir að hafa lesið textann varð ég forvitin um þau sem skrifuðu hann enda er hann skemmtilegur og gleði-vekjandi. Ég fann viðtal við einn af meðlimum Ósýnilegu nefndarinnar, tekið þar sem hann sat í fangelsi fyrir að hafa ekki viljað sætta sig við að vera undirgefinn þegn í ríki fáráðlinga,“ segir Sólveig Anna.

Hún segir að lokum að niðurstaða sem þessi dæmi sig sjálf: „Ég gleymi aldrei svarinu hans þegar hann var spurður um ásakanir valdhafa um að hann væri hættulegur glæpamaður: Such a pathetic allegation can only be the work of a regime that is on the point of tipping over into nothingness.
Ég hugsaði um þetta dásamlega svar í morgun þegar ég las fréttina um að Þórhildur Sunna hefði brotið siðareglur með því að segja satt. Ég styðst við innsýnina sem franski „glæpamaðurinn“ veitti mér og segi: Svona aumkunarverð niðurstaða getur aðeins verið til marks um siðleysi þeirra sem að henni komast“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv