fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Logi segist vinna að nektardagatali þingmanna: „Þingmenn með vömb“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 12:27

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú eru ungir sauðfjárbændur að gefa út dagatal þar sem þeir birtast fáklæddir með lamb í fanginu. Yfirskriftin er Bændur með lömb. Ég er nú að vinna að svipaðri hugmynd á mínum vinnustað sem mun heita Þingmenn með vömb,“ skrifar Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar á Facebook-síðu sína. Það vakti nokkra athygli er Logi greindi frá því fyrir nokkrum árum að hann hafi á unga aldri starfað sem nektarmódel hjá fyrir nemendur myndlistarskóla. Af því tilefni var eftirfarandi skopmynd birt í Fréttablaðinu sem Logi birtir með færslunni.

Ráða má af tóni færslunnar að Loga sé ekki alvara með þessum fyrirætlunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af