fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli vakti á síðasta ári að Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, hygðist klóna hundinn sinn Sám, þegar hann félli frá. Sámur dó snemma á þessu ári og lýsti Dorrit sem og eiginmaður hennar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, yfir sorg yfir missinum á samfélagsmiðlum.

Dorrit sendi erfðaefni Sáms til fyrirtækis í Bandaríkjunum sem sérhæft er í klónun gæludýra, þá fyrst og fremst hundum og köttum. Áður hefur verið greint frá því að slík klónun kosti allt að sex milljónum íslenskra króna.

Sjá einnig: Hundaklón Dorritar kostar sex milljónir – Ekki öruggt með árangurinn

Í grein sem birtist nýlega á Forbes er fjallað um myrkar hliðar dýraklónunnar.  Þegar gæludýr er klónað er frumukjarni fjarlægður úr frumu frá því gæludýri sem á að klóna. Því er svo skipt út fyrir frumukjarna eggfrumu. Síðan er rafmagni hleypt í samsettu frumuna til að örva frumuskiptingu. Fósturvísi sem myndast með þessum hætti er því næst komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið verður því eins konar eineggja tvíburi fyrirmyndarinnar.

Enginn trygging er þó fyrir því að gæludýraeigandi fái nákvæma eftirmynd ástkærs gæludýrs í hendurnar, svo óvíst er að Dorrit muni fá sama Sám til baka og hún elskaði heitt. Þarna er aðeins verið að klóna erfðaefnið en umhverfi sem og fleiri þættir hafa einnig áhrif. Því getur klónið jafnvel verið ólíkt fyrirmyndinni í útliti.

Ekkert regluverk er til fyrir klónun gæludýra og engar reglur eða lög sem tryggja velferð þeirra staðgöngumæðra sem koma til með að ganga með klónið. Staðgöngudýrin eru sérstaklega ræktuð í þeim tilgangi einum að ganga með klón. Þau eru ræktuð sérstaklega til að þau verði hlýðin og meðfærileg og þeim er haldið í dauðhreinsuðu umhverfi. Algengt er að fleiri en eitt staðgöngudýr komi við sögu í hvert sinn sem klón er komið í heiminn, en uppsetning á fósturvísum leiðir ekki alltaf til þungunar.  Hundar og kettir, ólíkt mennskum einstaklingum með leg, eru ekki frjóir mánaðarlega. Hundar fara á lóðarí tvisvar á ári og frjósemi katta er árstíðabundin.

Staðgöngudýrin eru sprautuð með óhóflegu magni hormóna til að auka líkur á að þau verði þunguð og svo er það spurningin um afdrif dýranna þegar ekki tekst að þunga þau sem og þeirra klóna sem fæðast fyrir tímann eða með fæðingargalla.

Klónun dýra hefur verið gagnrýnd fyrir það að gæludýr séu markaðssett eins og hlutir eða tilfinningalegir fylgihlutir eigandans. Í grein Forbes er greint frá fyrirtæki sem selur klónun sem óskaði eftir samstarfi við samtök sem sinntu líknandi meðferð gæludýra. Þetta tilvik þykir gott dæmi um hvernig klón eru markaðssett til syrgjandi gæludýraeigenda.

Í lok greinarinnar er þess minnst að til er gífurlegt magn gæludýra sem vantar heimili. Væri ekki nærtækara að ættleiða eitt þeirra, frekar en að eyða gífurlegu fjármagni til að fá eftirrit af fyrra gæludýri sem ekki er hægt að tryggja að verði nákvæmt afrit fyrirrennarans. Er mögulegt að með því að samþykkja notkun tækninnar til að afrita gæludýrin okkar, að þá sé verið að greiða leiðina fyrir klónun manneskjunnar? Gæti Dorrit ekki orðið jafn ástfanginn af Fídó, Snata eða Myrkár ?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Elis er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast

Á örstundu var bálkösturinn tendraður og nornabrennan skyldi hefjast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi