fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Björg svarar ósvöruðu spurningunum: „Engin tengsl á milli ágallans og efnislegra niðurstöðu í þessu máli.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt er fordæmalaus, en þó er ástæðulaust að oftúlka hann. Hann hafi ekki bindandi áhrif á Íslenskum rétt og muni að líkindum fyrst og fremst hafa áhrif á störf þeirra fjögurra dómara sem skipaðir voru við Landsrétt þrátt fyrir að vera ekki meðal 15 hæfustu. Þetta sagði Björg Thorarensen lagaprófesssor í Morgunútvarpinu í morgun.

Hún segir að dómurinn krefjist viðbragða, en fyrst þurfi að fara vel yfir niðurstöðuna og bregðast við í samræmi við  hana.

„Auðvitað þarf að bregðast yfir honum en það er mikilvægt að það sé gert af yfirvegun og það sé farið vel yfir dóminn og það sé ekki verið að bregðast yfir honum umfram það sem má álykta af niðurstöðu málsins.“

Hún segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fyrst og fremst tekið til skoðunar hvort að málið hafi hlotið meðferð fyrir dómi sem væri skipaður með lögum, líkt og áskilið er í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

„Aðalatriðið er að það er þessi dómari, sem er einn þessara fjögurra dómara sem að var skipaður að undangenginni þessari málsmeðferð sem var síðan gagnrýnd af íslenskum dómstólum og talin vera ólögmæt. Það var talið brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga þegar dómsmálaráðherra tók fjóra umsækjendur út af þessum lista þeirra sem voru metnir hæfastir,  og setti í staðinn inn þessa fjóra sem að mati bæði íslenskra dómstóla og mannréttindadómstóla fylgdi ekki réttum reglum.“

Eru allir dómararnir ólöglega skipaðir eða bara þessir fjórir?

Þó að þetta tiltekna mál hafi aðeins beinst að einum tilteknum dómara segir Björg að það megi álykta að það sama gildi um hina þrjá. Að öðru leyti telur Björg að yfirlýsingar um óstarfshæfan Landsrétt eigi ekki við rök að styðjast.

Hinir dómararnir séu óumdeilt löglega skipaðir, enda beri dómur Mannréttindadómstóls Evrópu það með sér að aðeins er vísað til þessara tilteknu fjögurra dómara.

Geta þeir haldið áfram störfum ?

Ef að þessir fjórir dómarar halda áfram að dæma í málum er nú ljóst að það fæli í sér brot á Mannréttindasáttmálanum. Þetta séu þau áhrif sem dómurinn hafi á íslenskt samfélag.

Björg segir að Mannréttindadómstóllinn túlki mannréttindaákvæðin dýnamískt, eða framsækið, sem felst í því að þeir teygja ákvæðin út þannig að þá nái yfir breiðari tilvik.

Mér finnst hann ganga nokkuð langt í því að leggja einhverja merkingu í það hvað Hæstiréttur meinti í þessu máli “

Niðurstaðan, segir Björg, er þó lögfræðilega rökstudd. Niðurstaðan er lögfræðileg en afleiðingar hennar séu pólitískar.

Hvað með málin sem þeir hafa dæmt í ?

Þeir dómar sem viðkomandi dómarar hafa kveðið upp standi, að mati Bjargar. Þó geti aðilar þeirra líklega óskað eftir endurupptöku. Björg bendir þó á að þegar mál er endurupptekið þá er fenginn inn nýr dómari sem þá bara dæmir í málinu. Líkurnar á því að niðurstaðan verði sú sama og áður eru miklar og því býst hún ekki við að margir muni nýta sér þá leið.

Hvað með áfrýjun til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins?

Björg segir að það séu 17 dómarar í yfirdeildinni og hún taki fyrir um 15 mál á ári. Dómurinn gegn Íslandi er líklegur til að geta haft víðtæk áhrif, enda segir Björg að það sé að færast í aukanna að stjórnvöld reyni að auka pólitísk áhrif innan dómskerfa.

„Þannig að málið getur haft breiðari þýðingu að því leytinu til.“

Þarna eru þó margir óheppilegir óvissuþættir. Fyrst og fremst yrði að koma í ljós hvort nefndin myndi yfirhöfuð taka málið fyrir, í öðru lagi er það biðin eftir niðurstöðu sem getur tekið upp í tvö ár, og þá yrði jafnframt að bíða allan þennan tíma með að leysa úr því hvernig Ísland taki á þessu ástandi. Björg segir það eðlilegt að íslenska ríkið vilji freista þess að fá öndverða niðurstöðu, en það muni taka langan tíma, ef það verði yfir höfuð tekið fyrir.

„En það er alls ekki öruggt að það gangi eftir og verður bara að  koma í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Simmi ósáttur við Hatara

Simmi ósáttur við Hatara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Í gær

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“
Í gær

Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?

Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talið að bílstjóri Strætó hafi fengið flog – Missti meðvitund undir stýri

Talið að bílstjóri Strætó hafi fengið flog – Missti meðvitund undir stýri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandspóstur mun rukka aukakostnað á sendingar – „Þessi ráðstöfun á eftir að valda einhverri óánægju“

Íslandspóstur mun rukka aukakostnað á sendingar – „Þessi ráðstöfun á eftir að valda einhverri óánægju“