fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Unglingapartý fór úr böndunum á Seltjarnarnesi – Allar fangageymslur fullar eftir nóttina

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í nótt og er fjöldi mála skráður í málaskrá lögreglu. Á Seltjarnarnesi var meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu til að vísa unglingum úr gleðskap sem hafði farið úr böndunum. Ekki koma nánari upplýsingar um málið fram í skeyti lögreglu.

Flest verkefni lögreglu sneru að ölvun og voru nokkur dæmi um einstaklinga sem voru svo ölvaðir að þeir gátu ekki gefið upp nafn. Einn ofurölvi maður var handtekinn í miðborginni en sá gat ekki gefið upp nafn eða nokkur deili á sér. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar var handtekinn í Hafnarfirði og sá þriðji í Seljahverfi í Breiðholti. Þar hafði leigubílstjóri óskað eftir aðstoð lögreglu þar sem farþeginn gat með engu móti sagt hvar hann ætti heima. Hann var vistaður í fangaklefa.

Nokkur fíkniefnamál komu upp og var einn handtekinn í Hlíðunum vegna vörslu fíkniefna. Málið var afgreitt á vettvangi. Þá voru fjjórir handteknir vegna nytjastuldar, vörslu fíkniefna og fleiri brota. Þeir voru allir vistaðir í fangaklefa. Tveir voru svo handteknir í Breiðholti í aðskildum málum; annar vegna líkamsárásar og hinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og vegna brota á áfengislögum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa. Þá var einn handtekinn í Árbæ vegna sölu og dreifingar fíkniefna.

Öllu þessu til viðbótar voru nokkir ökumenn stöðvaðir vegna ölvunar eða aksturs undir áhrifum fíkniefna. Mjög mikill erill hjá lögreglu og þá helst vegna ölvunar sem fyrr segir og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu og Hafnarfirði fullar eftir nóttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv