fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Mun einhver þora eða vilja gefa út bók Jóns Baldvins? „Þá öskra ég“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef einhver útgefandi gefur út bókina „Vörn fyrir æru. Hvernig fámennur öfgahópur sagði íslensku réttarkerfi stríð á hendur,“ þá öskra ég.“

Þetta skrifar hin þekkta baráttukona og femínisti, Hildur Lilliendahl, á Facebook-síðu sína skömmu eftir sýningu Silfursins á viðtali við Jón Baldvin Hannibalsson þar sem hann bar af sér margvíslegar ásakanir um kynferðislega áreitni. Í lok þáttarins sagðist Jón vera að skrifa bókina  „Vörn fyrir æru. Hvernig fámennur öfgahópur sagði íslensku réttarkerfi stríð á hendur“ og auglýsti eftir útgefanda að bókinni. Útgáfu afmælisrits um Jón Baldvin, sem Skrudda ætlaði að gefa út í þessum mánuði, hefur nú verið frestað í skugga ásakana á hendur honum.

Sem vonlegt er hefur viðtalið í Silfrinu vakið mikla athygli. Facebook-vinkona Hildar skrifar við stöðufærslu hennar:

„Ég hef enga ástæðu til að hatast út í Jón Baldvin en ég hef lifað í 60 ár, ég hef augu og ég hef eyru og ég hef ágæta skynsemi. Ég veit og sé svo mjög vel hvað er í gangi hjá karlinum. Hafi hann óskað eftir því sjálfur að koma í þennan þátt hefur hann misreiknað sig herfilega í skipulagningunni. Þetta var eiginlega bara skelfilegt. Mér finnst þetta mál allt frá upphafi til enda hræðilega sorglegt. Einsog öll önnur svona mál auðvitað. Ég á ekki von á að nokkrum líði vel eftir þennan þátt. Meira að segja ég sem stend utan við það allt er miður mín.“

Um væntanlega bók Jóns Baldvins skrifar önnur kona:

„Þetta verður pínleg bók vafin lygum. Full af samsæriskenningum.“

Í öðrum umræðuþræði er þátturinn gagnrýndur fyrir það að of miklu púðri hafi verið eytt í þjark um nauðungarvistun Aldísar Schram og sáralítið verið fjallað um ásakanir frá fyrrverandi nemendum Hagaskóla á hendur Jóni. Hann tengir ásakanir á sig um kynferðislega áreitni iðulega við dóttur sína, Aldísi Schram, og segir þær runnar undan rifjum hennar. Í þættinum kom ekki fram hvernig hún gæti tengst ásökununum úr Hagaskóla og Jón Baldvin afgreiddi þær með þeim hætti að hann hefði ekki kennt þeim bekk sem konurnar er ásaka hann voru í.

Sjá einnig:

Hafnar öllum ásökunum og segir atvikið á Spáni hafa verið sviðsett

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“