fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Fréttir

Ók upp á hringtorg og velti bílnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2019 08:54

Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílvelta varð á Njarðvíkurvegi í Reykjanesbæ í fyrradag. Aðdragandinn var sá að bifreið var ekið upp á hringtorg og hafnaði hún á stóru grjóti, sem er á því miðju, með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til öryggis.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Önnur bílvelta varð í vikunni á Reykjanesbraut vestan við Vogaveg. Ökumaður hugðist taka fram úr annarri bifreið en missti stjórn á sinni eigin í hálku og því fór sem fór. Hann var einnig fluttur á HSS en meiðsl hans ekki alvarleg.

Þá hafnaði bifreið úti í hrauni eftir að ökumaður hafði misst stjórn á henni í krapa á Grindavíkurvegi.

Fleiri árekstrar og umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni en engin meiri háttar meiðsl á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Play ræður inn kanónu úr flugbransanum

Play ræður inn kanónu úr flugbransanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir