fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ók upp á hringtorg og velti bílnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2019 08:54

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílvelta varð á Njarðvíkurvegi í Reykjanesbæ í fyrradag. Aðdragandinn var sá að bifreið var ekið upp á hringtorg og hafnaði hún á stóru grjóti, sem er á því miðju, með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til öryggis.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Önnur bílvelta varð í vikunni á Reykjanesbraut vestan við Vogaveg. Ökumaður hugðist taka fram úr annarri bifreið en missti stjórn á sinni eigin í hálku og því fór sem fór. Hann var einnig fluttur á HSS en meiðsl hans ekki alvarleg.

Þá hafnaði bifreið úti í hrauni eftir að ökumaður hafði misst stjórn á henni í krapa á Grindavíkurvegi.

Fleiri árekstrar og umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni en engin meiri háttar meiðsl á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv