fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Helga Vala um símtal Jóhannesar sem lekið var í dag – „Hversu lágt er hægt að leggjast?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hversu lágt er hægt að leggjast þegar símtali milli hjóna er lekið á netið?“

Svona hefst Facebook-færsla sem Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar um símtal Jóhannesar og fyrrverandi eiginkonu hans sem lekið var í dag. „Hvar halda þeir sem leka slíku samtali að þeir nái að vinna sér inn einhverja samúð?“ spyr Helga. Myndbandið hefur vakið mikla athygli eftir að það var birt en margir hafa gagnrýnt birtingu þess á netinu. Helga Vala er á meðal þeirra sem gagnrýna birtinguna.

„Ég hef ekki hlustað á þetta tiltekna símtal en leyfi mér að halda því fram hér blákalt að öll hjón hafa á einhverjum tímapunkti í sínu lífi sagt eitthvað sem ekki er til eftirbreytni. En að birta svona símtal milli hjóna, í óþökk beggja aðila, vegna einhvers PR stríðs er að mínu mati fullkomlega óforskammað.“

„Eftir viðtalið var dagskrárgerðarmaðurinn mjög æstur“

Helga Vala tekur þó fram að henni finnist það gott að fjölmiðlar séu að upplýsa almenning um það sem er í gangi á bakvið tjölldin í garð Jóhannesar uppljóstrara. Þá talar hún um það þegar hún var dregin í viðtal ásamt öðrum þingmanni til að tala um Samherjaskjölin og afhjúpar þá hvað dagskrárgerðarmaður viðtalsins hafði að segja um málið. „Eftir viðtalið var dagskrárgerðarmaðurinn mjög æstur yfir því að fjölmiðlarnir væru ekki að greina frá hvað uppljóstrarinn væri nú vondur maður og dró allskonar mál fram, sem honum höfðu verið sögð af ákveðnum aðilum. Það er nefnilega líka ágætt að við áttum okkur á þegar fólk svífst einskis, þá vitum við hversu lágt er hægt að leggjast og tökum ekki þátt í að dreifa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv