Vísir skýrir frá þessu.
„Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt.”
Hefur Vísir.is eftir Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra.
Svipuð könnun var gerð í sumar í kjölfar ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin er byggð á átta flokkum og féllu fimm þeirra í lægsta mögulega flokk í þeirri könnun. Í nýju könnuninni bættist einn flokkur til í hóp þeirra lægstu. Versta útkoman var í flokki þar sem spurt var hvort slökkviliðsmenn fái endurgjöf frá yfirmönnum og sú næst lægsta er í flokki þar sem spurt er um samskipti við yfirmenn.
„Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það.”
Ef haft eftir Jóni Viðari sem benti á að fimmtíu nýir starfsmenn hafi verið ráðnir á síðustu þremur árum og að það hafi sett mark sitt á starfið. Hann sagðist hafa ákveðnar áhygjur af stöðunni og hefur starfshópur verið settur á laggirnar til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju.