fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Strætóbílstjóri í símanum undir stýri – Á fullri ferð um Kópavoginn

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugull farþegi í Strætó varð vitni að of algengum atburði í dag. Strætóbílstjórinn sem keyrði vagninn var að tala í símann undir stýri. Farþeginn tók myndband af þessu og brot úr því má sjá neðst í fréttinni.

Á myndbandinu má sjá bílstjórann tala í símann án notkunar á handfrjálsum búnaði í tæpar tvær mínútur. „Við höfum tekið þetta oft fram áður, þetta er stranglega bannað. Við lítum svona vinnubrögð mjög alvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um málið.

„Það er bara eina leiðin til að breyta þessu til betri vegar, að hamra á þessu. Því miður eru allir einhvern veginn að gleyma sér alltof oft, það á ekki bara við um vagnstjórana okkar, það á bara við um alla í umferðinni.“

Guðmundur sagði einnig að það verði afleiðingar af þessu fyrir vagnstjórann. „Hann verður tekinn á teppið ef svo má segja,“ sagði Guðmundur.

Myndbandið er tekið upp þegar strætisvagninn er á leiðinni að Bakkahjalla í Kópavoginum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

[videopress AGVVTGdb]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv