fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Fréttir

10 ára drengir fengu ekki að taka þátt á Íslandsmótinu: „Sonur minn er heima grátandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bráðefnilegu körfuboltaliði 10 ára drengja var meinuð þátttaka á Íslandsmótinu um síðustu helgi. Uppgefin ástæða er sú að skráning liðsins í mótið barst degi of seint en aðstandendur liðsins og foreldrar hinna ungu leikmanna kenna um valdabrölti innan KKÍ og andúð í garð þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. Hann er elskaður og dáður af mörgum en einnig umdeildur vegna nýstárlegra þjálfunaraðferða sinna. Var Brynjar rekinn frá ÍR eftir að stúlknalið sem hann þjálfaði neitaði að taka við verðlaunum vegna þess að liðið hefði ekki fengið að keppa við drengjalið.

Fjallað er um þetta mál í fréttaskýringu á vef Fréttablaðsins en drengirnir eru sagðir eyðilagðir vegna þess að þeim var meinuð þátttaka í mótinu.

Liðið sem lenti í þessum hremmingum heitir Aþena og keppir undir merkjum UMFK. Á Facebook-síðu félagsins segir meðal annars:

„Aþena er íþróttaakademía stofnuð í kringum nokkur samfélagsverkefni þar sem markmiðið er að valdefla ungt fólk í gegnum íþróttir. Aþena er opin fyrir allt ungt fólk en sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir stúlkna og ungra Íslendinga af erlendum uppruna til þess að hjálpa þeim sjálfum að jafna leikinn í íþróttum. Aþenu er einnig ætlað hafa áhrif á ríkjandi viðmið og gildi í þjálfun ungs fólks sérstaklega þegar kemur að tilfinningaþroska þeirra og réttindum.“

Þjálfarinn Brynjar hefur vakið athygli fyrir þá hugsjón sína að vilja valdefla stúlkur í gegnum íþróttaiðkun. Aðferðir hans eru hins vegar ekki öllum að skapi og hann er sagður vera í ónáð hjá forystu KKÍ.

Í frétt Fréttablaðsins segir að starfsmanni Aþenu hafi láðst að tilkynna liðið til þátttöku á réttum degi en haft samband símleiðis vegna málsins. KKÍ hafi brugðist við með því að meina liðinu þátttöku og dæma það auk þess niður í neðsta riðil aldursflokksins en liðið var í næstefsta riðli. Benda talsmenn Aþenu á að oft hafi áður láðst að tilkynna lið til leiks á réttum tíma en ávallt verið brugðist við með sveigjanleika enda erfitt að láta eftirvæntingarfull börn gjalda fyrir mistök fullorðinna. Fréttablaðið spyr Hannes Jónsson formann KKÍ út í þetta og segir í fréttinni:

„Kom aldrei til greina að veita liðinu undan­þágu, svo krakkarnir gætu tekið þátt?

„Það var örugg­lega rætt,“ svarar Hannes og bætir við: „Málið er það að körfu­boltinn hefur stækkað mjög mikið. Það hefur ekki verið hringt í fé­lög í vetur. Á þinginu okkar í vor var þetta rætt og á­kveðið að fara alveg eftir reglu­gerðum hvað þetta varðar og á­kveði að taka hart á þessu og fara eftir reglu­gerðum. Við erum að segja nei við fé­lög á hverjum einasta degi og ég verð að segja alveg eins og er, að ég undrast á­huga þinn varðandi þetta. Það er margt annað sem væri hægt að ræða.“

Að­spurður hvort Hannesi fyndist ekki of langt gengið að neita börnunum, sem höfðu beðið spennt, um þátt­töku þar sem skráning hafi borist degi of seint svarar Hannes að öll fé­lög hafi skráð sig og með þessu hefði þurft að teikna mótið upp á nýtt. For­svars­menn UMFK/Aþenu telja að leikja­röðun hafi ekki verið komin langt á veg þegar þetta var. Nú blasi við að liðið verði dæmt niður í neðstu deild.“

Svavar Þór Guðmundsson á son í liðinu og segir hann við Fréttablaðið að hann telji KKÍ hafa horn í síðu þjálfarans Brynjars. Segir hann að mótstjórinn hafi áður fordæmt Brynjar opinberlega. Svavar segir við Fréttablaðið:

„Einu fórnar­lömbin í þessu öllu saman eru krakkarnir, sonur minn er heima grátandi…

…Krökkunum eru kenndir manna­siðir og þú þarft ekki að vera bestur eða góður. Það sem farið er fram á að þú sýnir fram­farir og þeim líði vel. Þjálfunin er í heimsklassa og að menn í ein­hverjum bak­her­bergjum séu að taka gleðina af 10 ára barni. Það er bara klikkun í mínum augum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja starfsmann sambýlis í Reykjavík hafa sent myndband af nöktum vistmanni á Snapchat

Segja starfsmann sambýlis í Reykjavík hafa sent myndband af nöktum vistmanni á Snapchat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét Erla opnar sig: „Ég var eins og draugur sem rétt náði að sinna sjálfri mér og barninu, engu öðru“

Margrét Erla opnar sig: „Ég var eins og draugur sem rétt náði að sinna sjálfri mér og barninu, engu öðru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skúli horfði á Grímu skríða kviknakta upp úr sjónum með kind í fanginu – „Hún er miklu meiri töffari en ég“

Skúli horfði á Grímu skríða kviknakta upp úr sjónum með kind í fanginu – „Hún er miklu meiri töffari en ég“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stúlka sem þjáist af alvarlegum kvíða fær ekki frístundastyrk frá Kópavogsbæ eins og önnur börn – „Computer says no“

Stúlka sem þjáist af alvarlegum kvíða fær ekki frístundastyrk frá Kópavogsbæ eins og önnur börn – „Computer says no“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar segir Öfga vera að eyðileggja þjóðfélagið – „Hættulegasta fólk heimsins var alltaf í réttlætisbaráttu“

Brynjar segir Öfga vera að eyðileggja þjóðfélagið – „Hættulegasta fólk heimsins var alltaf í réttlætisbaráttu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alþingi birtir kærurnar tólf: Rúnar Björn kærir framkvæmd kosninga – fékk ekki að kjósa leynilega

Alþingi birtir kærurnar tólf: Rúnar Björn kærir framkvæmd kosninga – fékk ekki að kjósa leynilega