fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Unglingar farnir að setja eiturlyf í rafretturnar – Lögreglan lítur málið alvarlegum augum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í kvöld er varðaði rafrettunotkun unglinga. Lögreglan segist hafa fundið fíkniefnið spice í rafrettum unglinga á Höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er mikið áhyggjuefni og því vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekja athygli á málinu og hvetja forráðamenn barna og unglinga til að vera á varðbergi.“

Spice er einskonar efnasniðið- eða gervi kannabisefni, en lögreglan lýtur málið alvarlegum augum og segir svipuð mál ver að valda vandræðum í Bretlandi.

„Efnið er nánast lyktarlaust, en á meðal skammtímaáhrifa þess eru mikil gleði og ánægja. Aukinn hjartsláttur, hár blóðþrýstingur, ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni eru hins vegar á meðal alvarlega aukaverkana af notkun efnisins.“

Í yfirlýsingu lögreglunnar kemur fram að hegðun unglingana hafi orðið til þess að lögregla hafði afskipta af þeim og í kjölfarið rannsakað rafrettuvökvann.

„Það var hegðun unglinganna sem leiddi til afskipta af þeim í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var lagt hald á rafrettur. Veipvökinn úr þeim var rannsakaður á rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði og reyndist hann innihalda Spice, auk nikótíns. Málið er unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu