fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Unglingar farnir að setja eiturlyf í rafretturnar – Lögreglan lítur málið alvarlegum augum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í kvöld er varðaði rafrettunotkun unglinga. Lögreglan segist hafa fundið fíkniefnið spice í rafrettum unglinga á Höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er mikið áhyggjuefni og því vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekja athygli á málinu og hvetja forráðamenn barna og unglinga til að vera á varðbergi.“

Spice er einskonar efnasniðið- eða gervi kannabisefni, en lögreglan lýtur málið alvarlegum augum og segir svipuð mál ver að valda vandræðum í Bretlandi.

„Efnið er nánast lyktarlaust, en á meðal skammtímaáhrifa þess eru mikil gleði og ánægja. Aukinn hjartsláttur, hár blóðþrýstingur, ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni eru hins vegar á meðal alvarlega aukaverkana af notkun efnisins.“

Í yfirlýsingu lögreglunnar kemur fram að hegðun unglingana hafi orðið til þess að lögregla hafði afskipta af þeim og í kjölfarið rannsakað rafrettuvökvann.

„Það var hegðun unglinganna sem leiddi til afskipta af þeim í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var lagt hald á rafrettur. Veipvökinn úr þeim var rannsakaður á rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði og reyndist hann innihalda Spice, auk nikótíns. Málið er unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings