fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Grunur á að Íslendingar stundi barnaníð á netinu – „Við höfum ekki verið að sinna þessu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2019 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðin fimm ár hefur lögreglan í Danmörku rannsakað 25 mál sem fjalla um kaup á barnaníð í gegnum netið.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar er sagt frá því að mennirnir geti setið við tölvuna og pantað brot á börnum í gegnum netið. Börnin eru þá gjarnan stödd hinum megin á hnettinum. Ekki nema sjö danir hafa verið dæmdir fyrir brotin en þar af eru 5 á síðasta ári.

Rætt var við Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, en hann segir lögregluna líta á þessi brot með mjög alvarlegum augum.

„Þú getur óskað eftir tilteknu broti og selt aðgang að því. Þessu er streymt í gegnum netið á sama tíma og þetta á sér stað,“

Fram kemur í umfjöllun Stöðvar 2 um málið að flestir mannana sem panti brotin búi í Evrópu en flest börnin sem verða fyrir brotunum búa í Asíu. Lögreglan hér á landi rannsakar það núna hvort það séu einhverjir Íslendingar sem hafa gerst sekir um þessi brot.

„Við höfum fengið ábendingar frá erlendum aðilum um að Íslendingar séu að tengjast inn í margs konar brot sem eru á netinu. Þannig að það er ástæðan fyrir því að við viljum stíga meira inn í þessa rannsókn,“

Eins og áður segir fara brotin fram á netinu en þó á sérstöku hulduneti. Brotin eru sögð sérstaklega gróf enda geta þeir sem panta brotin falið sig á bakvið tölvuskjáinn í tugþúsunda kílómetra fjarlægð frá barninu sem verið er að brjóta á.

Rannsókn á kynferðisbrotum á Íslandi hefur verið breytt undanfarið vegna nýrra leiða barnaníðinga en algengt er að þeir athafnist í gegnum netið. Karl Steinar sagði lögregluna ekki hafa horft á þessi mál með nægilega alvarlegum augum.

„Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlega augum. En við höfum áhuga á að breyta því,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun