fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Fluttu mann nauðugan af heimili sínu – Erlendur ferðamaður lést við Skógarfoss

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. október 2019 11:11

Lögreglan á Suðurlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir erlendir menn voru handteknir á Höfn að kvöldi 17. október eftir að þeir höfðu tekið mann nauðugan og flutt af heimili sínu. Mennirnir gistu fangageymslur um nóttina en voru yfirheyrðir daginn eftir. Annar þeirra var síðan færður fyrir Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi og var að morgni laugardagsins 19. október dæmdur í  síbrotagæslu í fjórar vikur til 15. nóvember. Maðurinn á ólokin mál frá a.m.k. fjórum lögregluembættum. Hinn maðurinn var látinn laus að yfirheyrslu lokinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir einnig frá láti erlends manns við Skógarfoss þann 14. október. Erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri var á göngu um pallinn við efri brún Skógarfoss er hann lést, að því er virðist vegna bráðra veikinda. Í tilkynningunni segir: „Samferðamenn hans hófu endurlífgunartilraunir og björgunarsveitarmenn sem voru á Skógum þegar beiðni um aðstoð barst héldu endurlífgunartilraunum áfram og við bættust sjúkraflutningamenn, læknir og lögregla.   Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Þyrla LHG var þá rétt ókomin á vettvang og var lík mannsins flutt á Selfoss með henni.   Krufning hefur farið fram og bráðabirgðaniðurstaða bendir eins og áður sagði til bráðra veikinda. Aðstandendur mannsins komu til landisins og með aðstoð ræðismanns ríkis síns verður þeim þáttum er þau fá nú upp í hendurnar lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa