fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ragnar fékk virtustu verðlaunin í bransanum: Atvinnulaus ári síðar og fékk hvergi vinnu – „Ha, af hverju vilt þú vinna hérna?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2019 12:26

Ragnar er hér til hægri á myndinni þegar hann veitti Michelin-viðurkenningunni móttöku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þarna lenti ég í því að missa vinnuna og fá engin laun í átta mánuði,“ segir Ragnar Eiríksson, einn fremsti kokkur landsins, í viðtali í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Ragnar fékk Michelin-stjörnu, fyrstur Íslendinga, árið 2017 en á þeim tíma var hann yfirkokkur á Dill Restaurant. Veitingabransinn getur verið erfiður og því fékk Ragnar að kynnast því innan við ári eftir að hann fékk þessa virtustu viðurkenningu veitingahúsabransans var hann orðinn atvinnulaus.

Í viðtalinu segir Ragnar að árið 2017 hafi einkennst af miklu álagi, enda fékk Dill mikla athygli eftir að verðlaunin voru tilkynnt í febrúar það ár. Svo fór að hann fékk nóg.

„Dill var búið að fá svo mikla athygli, blaðamenn og bloggarar voru alltaf að hafa samband en ég reyndi að stýra því þannig að ég færi í viðtöl um helgar þegar ég var ekki að vinna svo það myndi ekki bitna á gestunum. Ég fékk eiginlega nóg af þessu öllu í lok 2017 og sagði þá vini mínum, Ólafi Ágústssyni, að ég væri búinn að fá nóg. Sagði upp,“ segir hann í viðtalinu við Stundina.

Ragnar var ekki lengi að finna sér nýtt verkefni því Hótel Holt hafði samband við hann og bauð honum starf yfirkokks. Starfið var spennandi, segir Ragnar, og hugsaði hann með sér að mögulega gæti hann leikið sama leik og á Dill og jafnvel fengið aðra Michelin-stjörnu. Því miður reyndist ekki vera rekstrargrundvöllur fyrir staðnum og hann fór á hausinn nokkrum mánuðum síðar.

Eftir þetta tók við nokkuð langt tímabil þar sem Ragnar var atvinnulaus.

„Ég sótti bara dóttur mína á dagheimilið á hverjum degi og sat heima, tekjulaus, án atvinnuleysisbóta af því fyrirtækið fór ekki formlega á hausinn, og gerði ekki neitt. Suðaði mig á vaktir á börum og gerði kokkteila eða dældi bjór í glös. Það vildi enginn ráða Michelin-kokk í vinnu,“ segir hann í viðtalinu en viðbrögðin sem hann fékk voru á þessa leið: „Fólk sagði bara: „Ha, af hverju vilt þú vinna hérna?“ En ég var bara svangur! Og vantaði pening.“

Ragnar situr ekki auðum höndum í dag því hann opnaði, ásamt félögum sínum, Vínstúkuna Tíu sopar á Laugaveginum í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv