fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bandaríkjamenn létu íslensk stjórnvöld fá 355 milljónir króna fyrir aðstoðina

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld hafa látið íslensk stjórnvöld fá sem nemur 355 milljónum króna vegna aðstoðar við rannsókn Silk Road-málsins svokallaða. Silk Road var sölusíða á myrkranetinu svokallaða, „Dark Web“, en þar var meðal annars hægt að kaupa fíkniefni með rafmyntinni Bitcoin.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á málinu árið 2013 og komu fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, meðal annars hingað til lands þar sem Silk Road var hýst hér á landi.

Í Fréttablaðinu kemur fram að andvirði ólöglegs ávinningur af lögbrotum sé oftar en ekki látinn renna til lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld ákváðu að 15 prósent þess fjár sem fékkst fyrir þá rafmynt sem gerð var upptæk í málinu myndi renna til íslensku lögreglunnar.

Lögum samkvæmt þurfti upphæðin að renna beint í ríkissjóð – en ekki beint til lögreglunnar hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að eftir að ljóst varð að upphæðin yrði lögð inn í ríkissjóð hafi verið ákveðið að hún rynni í sérstakan löggæslusjóð. Verður upphæðinni varið til rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv