fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Wilhelm reiður: Ríkið rænir 65 þúsund krónum af mér í hverjum mánuði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. september 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú liggur það fyrir kristaltært að ríkið rænir af mér 65 þúsund krónur á mánuði af eftirlaunum mínum, eða sjöhundruð og áttatíuþúsund á ári eftir skatt,“ segir Wilhelm Wessman. Wilhelm hefur komið víða við á ferli sínum og meðal annars verið launamaður og atvinnurekandi.

Wilhelm hefur látið sig málefni eftirlaunaþega varða á undanförnum misserum og á Facebook-síðu sinni í dag gagnrýnir hann fyrirkomulag eftirlaunagreiðslna hér á landi.

Sem fyrr segir fullyrðir hann að ríkið ræni af honum 65 þúsund krónum á mánuði.

„Þetta byggi ég á endurgreiðslu tryggingastofnunar ríkisins, sem mér barst í dag, en hún er tilkomin vegna dóms Landsréttar í máli nr.466/2018 sem Flokkur fólksins höfðaði á hendur ríkisins vegna útreikninga á eftirlaunum frá TR fyrir janúar og febrúar 2017. Ekki má rugla þessu máli saman við mál Gráa hersins sem er að fara í gang, en það snýst um að skerðingar á greiðslu TR vegna greiðslu frá lífeyrissjóð sé óheimil. Lífeyrissjóðsgreiðslur eru ekkert annað en síðtekin laun, eða eftirlaun. Launþegar greiða bæði sinn hlut og svokallaðan hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóð mánaðarlega.“

Wilhelm segist neita að kalla eftirlaunagreiðslur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun ríkisins ellilífeyri.

„Við erum ekki ÞEGAR við erum að fá greidd áunnin réttindi. Við ættu að krefjast þess af lífeyrissjóðum okkar að þeir hætti að kalli mánaðarlegar greiðslur til okkar ellilífeyrir. Þetta eru eftirlaun sem við höfum safnað með því að leggja hluta af launum okkar í sjóð og taka þau út á ævikvöldi. DEILA-DEILA-DEILA.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Í gær

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv