fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Rán í miðborginni upplýst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2019 18:49

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem var framið í fyrirtæki í miðborginni í byrjun mánaðarins, en þar var starfsmanni ógnað og hótað með mjög grófum hætti áður en ræninginn komst undan með talsvert af reiðufé.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að starfsmanninum í fyrirtækinu hafi eðlilega verið mjög brugðið, en hann hafi brugðist hárrétt við í afar erfiðum aðstæðum. Ræninginn, sem er karlmaður í kringum þrítugt, var handtekinn fyrr í vikunni og játaði hann verknaðinn við yfirheyrslu hjá lögreglu. Tekist hefur að endurheimta stóran hluta af ránsfénu.

Lögregla segir að í upphafi málsins hafi verið á mjög litlu að byggja við rannsóknina, en strax voru sporleitarhundar kallaðir út til aðstoðar. Þá var farið yfir mikið af myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborginni, bæði myndavélum lögreglu og fyrirtækja, og það varð til þess að lögreglan fékk vísbendingar sem að lokum leiddu til handtöku ræningjans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill