fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Rán í miðborginni upplýst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2019 18:49

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem var framið í fyrirtæki í miðborginni í byrjun mánaðarins, en þar var starfsmanni ógnað og hótað með mjög grófum hætti áður en ræninginn komst undan með talsvert af reiðufé.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að starfsmanninum í fyrirtækinu hafi eðlilega verið mjög brugðið, en hann hafi brugðist hárrétt við í afar erfiðum aðstæðum. Ræninginn, sem er karlmaður í kringum þrítugt, var handtekinn fyrr í vikunni og játaði hann verknaðinn við yfirheyrslu hjá lögreglu. Tekist hefur að endurheimta stóran hluta af ránsfénu.

Lögregla segir að í upphafi málsins hafi verið á mjög litlu að byggja við rannsóknina, en strax voru sporleitarhundar kallaðir út til aðstoðar. Þá var farið yfir mikið af myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborginni, bæði myndavélum lögreglu og fyrirtækja, og það varð til þess að lögreglan fékk vísbendingar sem að lokum leiddu til handtöku ræningjans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“