fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Ætla að endurheimta Lækjartorg frá nýnasistum- „NASISTAR ERU ENN ÞÁ NASISTAR Í RIGNINGU OG ROKI!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin sameinuð gegn rasisma og útlendingahatri á Íslandi (e. United Against Racism and Xenophobia in Iceland) hafa boðað til mótmæla á Lækjartorgi klukkan þrjú í dag.

Í auglýsingu mótmælanna á Facebook segir:

„Eins og margir hafa ábyggilega heyrt þá hefur sést til lítils hóps nýnasista undanfarna daga að reyna að breiða út hatursboðskap sinn. Hafa þeir til að mynda dreift áróðursmiðum og látið sjá sig á Lækjartorgi.

Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við. Nasismi, í hvaða formi sem hann birtist, er og verður aldrei velkominn á Íslandi og því köllum við eftir að fólk sýni andstöðu sína. Því verður haldinn samstöðufundur LAUGARDAGINN 7. SEPTEMBER, KLUKKAN 15. Staðsetningin verður LÆKJARTORG, en varð sú staðsetning fyrir valinu til þess að endurheimta torgið frá þeim sem vilja reyna að halda uppi gildum rasisma, hinseginfóbíu, útlendingahaturs og annarra svipaðra og úreltra fordóma gegn jaðarsettum hópum.

Við stöndum saman gegn því að nýnasistar eða aðrir skoðanabræður þeirra geti gert tilraunir til að auka vægi sitt í íslensku samfélagi og sýnum þeim því að hingað eru þessar hugsjónir ekki komnar til að vera!“

Staðfestir ræðumenn eru; Dóra Björg Guðjónsdóttir, forseti mannréttindaráðs Reykjavíkur, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista flokksins, Sema Erla Serdar, formaður Solaris, Katrín Alda Ásmundardóttir, aktívisti hjá No borders, Viima Lampien, varaformaður Trans-Íslands, Guðmunda Smári, hinseginn aktívisti og Þórhildur Elísabet Þórsdóttir, fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar Amnesti International.

Þrátt fyrir leiðindaveður í miðborginni hvetja aðstanedur mótmælanna til mætingar.

„NASISTAR ERU ENÞÁ NASISTAR Í RIGNINGU OG ROKI! Það er mikilvægt að við sínum þeim að Ísland stendur ekki fyrir svona fasista rugli alveg sama hverning verðið er… það myndu aldrei vera mótmæli á Íslandi ef við værum bara reið í góða veðrinu 

Nasistar og nasismi á Íslandi hefur verið mikið til umræðu undanfarna viku eftir að meðlimir þjóðernissamtakanan Norðurvígs gengu um miðbæinn og dreifðu áróðusbæklingum. Samtökin hafa verið kölluð nýnasistahreyfing, Á vefsíðu þeirra segir að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu sem vill stöðva innflutning á fólki til landsins og ná völdum af alþjóðlegum Síonistum, sem þeir telja stjórna stórum hluta heimsins.

Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda skylmingafélagsins Væringja, hefur gengist við því að vera formaður íslenska hópsins. Vísir greindi frá því að í kjölfarið hafi félagsmenn Væringja sagt sig úr hópnum til að taka af allan vafa um að vera ekki á sömu skoðunum og formaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila