fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Myndir – Norrænir nýnasistar funduðu á Lækjartorgi: „Við ætlum að gefa í“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2019 12:59

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýnasistasamtökin Norðurvígi héldu útifund á Lækjartorgi í hádeginu í dag. Hópurinn samanstóð af meðlimum hópsins frá öllum Norðurlöndum, flestir virtust þó Svíar, auk nokkurra Íslendinga. Einn Íslendinganna sagði í samtali við DV að hópurinn hygðist vera sýnilegri á næstunni. „Við ætlum að gefa í,“ sagði hann.

Lögregla mætti á vettvang en samkvæmt meðlimi samtakanna sem DV ræddi við gerði hún lítið annað en að biðja um nöfn þeirra. Fundurinn virtist fara friðsamlega fram, í það minnsta meðan blaðamaður var á vettvangi. Ljóst er þó að sumir vegfarendur létu þá heyra það.

Hópurinn dreifir bækling þar sem hugmyndir hópsins eru kynntar. Þar segir meðal annars:

„Fólki okkar og landi er stjórnað í auknum mæli af lítilli sjálfskipaðri alþjóðaelítu. Með sínu gríðarlega fjármagni hafa þeir náð stjórn á, auk annars, bönkunum, fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðinum í öllum vestrænum samfélögum. Þar af leiðandi hefur þeim tekist að halda fólkinu í járngreipum þrælavaxta, menningar-marxisma og úrkynjaðrar ómenningar. Þeir kalla sig mannvini, kommúnista, kapítalista, síonista og alþjóðamenn – þeir eru allir höfuð á sömu hýdrunni – og markmið þeirra er alger stjórn!“

Hér fyrir neðan má sjá myndir af vettvangi

Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“