fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Helga Vala sorgmædd: Unga móðirin þurft að borga yfir 100 þúsund krónur síðan í sumar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á mér draum um samfélag þar sem þau sterku styðja þau veikari. Þar sem við stöndum saman undir grunnþjónustu þannig að þau efnameiri borgi fleiri krónur í samfélagssjóðinn. Þar sem sjúklingar þurfa ekki að greiða fyrir þjónustu sína umfram það sem þau greiða með sköttum sínum. Draum um að sjúklingar þurfi ekki á neinum tímapunkti að hugsa sem svo að þau hafi ekki efni á því að leita lækninga vegna kostnaðarþátttöku.“

Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar Helga Vala um íslenska heilbrigðiskerfið og kostnaðarþátttöku ríkisins.

„Einhverjir kunna nú að segja að þetta séu engar fjárhæðir, hámarksgreiðsla fyrir læknisþjónustu er rúmlega 26 þúsund krónur á mánuði en verður þó aldrei hærri en tæpar 74 þúsund krónur á tólf mánaða tímabili. En sá sem enga innkomu hefur vegna veikinda sinna, sá sem veikist skyndilega og þarf áfram að standa skil á öllum sínum reikningum heima fyrir, láglaunafólk sem um hver mánaðamót velur hvaða reikning á að greiða svo börnin verði ekki vannærð um miðjan mánuðinn sem og námsmenn eiga ekki þessa fjármuni. Munum að þetta er fyrir utan það sem þarf að greiða vegna lyfjanotkunar.“

Helga Vala bendir á að hámarksgreiðsla einstaklings vegna nauðsynlegra lyfja sé 62 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Lífeyrishafar fái afslátt sem minnir á að fyrir þann sem hefur ekkert á milli handanna sé þetta heilmikill peningur. Það sé algjörlega óboðlegt að þurfa að hafa stórkostlegar fjárhagsáhyggjur ofan á alvarleg veikindi. Helga Vala nefnir svo nokkur raunveruleg dæmi máli sínu til stuðnings.

„Ung kona greindist á dögunum öðru sinni með alvarlegt krabbamein. Fjölskyldan inniber fjölda barna sem þarf að sjá fyrir frá degi til dags. Hin unga kona, sem nú hefur lokið töku alls veikindaréttar, hefur frá því í byrjun júlí þurft að greiða á annað hundrað þúsund krónur í heilbrigðisþjónustu og lyf. Á annað hundrað þúsund á tæplega tveimur mánuðum! Hún þarf því að biðla til vina og kunningja um fjárhagsstuðning, svo henni sé þetta gerlegt,“ segir Helga Vala. Hún nefnir annað dæmi af ungri konu, námsmanni í framhaldsskóla, sem greindist með langvinnan sjúkdóm í ársbyrjun.

„Frá þeim tíma hefur hún greitt rúmar 100 þúsund krónur í lyf, greiningar og vottorð. Þessir fjármunir koma ekki úr digrum sjóðum hennar né á hún nokkurn kost á aukavinnu eða námslánum. Fjölskyldan þarf nú að finna út úr því hvar draga skal saman seglin til að hafa efni á að fá réttar greiningar og lækningar. Mér finnst gott að greiða til samneyslunnar svo þeir sem á þurfa að halda séu ekki settir í þau spor að hafa stórkostlegar fjárhagsáhyggjur ofan á alvarleg veikindi.“

Helga Vala segist eiga sér þann draum að einn daginn komi til valda flokkar sem byggja á jöfnuði og velferð. „Sem hugsa um það að deila gæðum og létta byrðum af þeim sem eiga erfiðara um vik. Við eigum að sjá sóma okkar í því að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu svo við getum raunverulega staðið undir nafni sem norrænt velferðarríki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv