fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Kafarar leita í Þingvallavatni: Mynd sem hann sendi móður sinni gefur vísbendingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2019 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að Björn Debecker, 41 árs belgískum ferðamanni sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn um liðna helgi, mun halda áfram í dag. Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Landsbjörg munu vera við leit í vatninu í dag.

Þetta segir lögreglan á Suðurlandi í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur enn fremur fram að eingöngu verði leitað með köfurum.

„Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins.“

Í frétt RÚV í morgun kom fram að lögregla hafi stuðst við farsímagögn til að rekja ferðir Björns áður en hann hvarf. Þá er hann sagður hafa sent móður sinni mynd skömmu áður en hann hélt út á vatnið, en myndin gefur vísbendingar um hvaðan hann lagði af stað. Þessar upplýsingar urðu til þess að hægt var að þrengja leitarsvæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu