fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

71 mál skráð hjá lögreglu -Stöðvuðu akstur konu því dóttir hennar var ekki í öryggisbelti

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

71 mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm í gærkvöldi til fimm í morgun.

Tilkynnt var rum tvö umferðaróhöpp í miðbænum í gær. Ekki urðu slys á fólki en bifreið varð fyrir umtalsverðu tjóni í öðru slysinu.  Tveir voru handteknir í Hlíðarhverfinu, grunaðir um ölvun við akstur.

Maður var stöðvaður í verslun í Breiðholti grunaður um búðarhnupl, málið var afgreitt á vettvangi. Kona var stöðvuð við akstur vegna þess að dóttir hennar var ekki í öryggisbelti og viðeigandi öryggisbúnað skorti sem hentaði aldri barnsins. Konunni var gert að aka ekki meir fyrr en úr öryggi barnsins hefði verið bætt.

Einnig hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og þurftu lögreglumenn í öllum hverfum borgarinnar að sinna kvörtunum vegna tónlistarhávaða í heimahúsum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki