fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Segir rangt að Gísli Þór hafi látist vegna of langs viðbragðstíma lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 17:21

Gísli Þór Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Krufn­ing hins látna sýndi að hann lést á mjög skömm­um tíma af völd­um skotsárs sem rauf lærslagæð hans. Þótt lög­regl­an hefði verið í fimm mín­útna fjar­lægð hefði lífi hans ekki verið borgið,“ segir Øyvind Lor­entzen, umdæmisstjóri lögreglunnar í Finnmörku í Noregi, í viðtali við Morgunblaðið. Þann 27. apríl síðastliðinn varð Gunnar Jóhann Gunnarsson hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana með skotvopni. Voðaverkið var framið í smábænum Mehhamn.

Áður hefur komið fram að sjúkraliðsmenn sem komu á vettvang gátu ekki fengið að hlúa að Gísla Þór fyrr en lögregla kom á staðinn, en það var 40 mínútum síðar. Samkvæmt þessum upplýsingum mun það ekki hafa skipt sköpum. Um viðbragðstíma lögreglu segir enn fremur í greininni:

„Öll lög­reglu­um­dæmi hér í Nor­egi sæta gagn­rýni aðlút­andi viðbragðstíma annað veifið,“ seg­ir Lor­entzen snemma í sam­tal­inu, „það sem hér skipt­ir höfuðmáli er að meðalviðbragðstími okk­ar er inn­an þeirra marka sem lög­regl­an í Nor­egi hef­ur sett sér.“ Hann seg­ir lög­reglu sí­fellt vinna að því að ná fram ár­ang­urs­rík­ari starfsaðferðum og öfl­ugra for­varn­a­starfi gegn af­bot­um. „En við ját­um það al­veg að við get­um bætt okk­ur á þeim vett­vangi,“ seg­ir hann.

Lögregla hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið inn í fyrir atburðinn þó að hún hafi vitað að  Gunnar Jóhann hafði orðið sér úti um skotvopn og hafði í hótunum við hálfbróður sinn, auk þess sem hann var í nálgunarbanni á hann. Samkvæmt fjölmiðli í Noregi og heimildarmönnum Morgunblaðsins fékk lögreglan margar símhringingar frá kærustu Gísla Þórs í kjölfar ógnandi hegðunar Gunnars Þór og er sagt að hún hafi ekki sinnt þeim. Lögreglan hefur hins vegar neitað þessu.

Sjá einnig:

Heiða stígur fram með nýjar upplýsingar um harmleikinn í Mehamn

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ábyrgð er ekki fyndin
Fréttir
Í gær

Fjórtán milljónir á mánuði – Ríflegar bónusgreiðslur í gegnum tíðina

Fjórtán milljónir á mánuði – Ríflegar bónusgreiðslur í gegnum tíðina
Fréttir
Í gær

Guðberg lenti í grófu einelti og kynferðisofbeldi – „Ég gat ekki andað og missti meðvitund“

Guðberg lenti í grófu einelti og kynferðisofbeldi – „Ég gat ekki andað og missti meðvitund“
Fréttir
Í gær

Stríðsminjar skemmdar í Öskjuhlíð – Steyptu hjólabrettabraut yfir neðanjarðarbyrgi

Stríðsminjar skemmdar í Öskjuhlíð – Steyptu hjólabrettabraut yfir neðanjarðarbyrgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skólaði andstæðing Gleðigöngunnar á Twitter

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skólaði andstæðing Gleðigöngunnar á Twitter
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert heyrt frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla – Ráku fatlaðan son hans úr skólanum: „Af hverju fær hann ekki að mæta í skólann eins og hann á rétt á samkvæmt lögum?“

Ekkert heyrt frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla – Ráku fatlaðan son hans úr skólanum: „Af hverju fær hann ekki að mæta í skólann eins og hann á rétt á samkvæmt lögum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur vill ekki sjá vindmyllur á Íslandi: „Sjást úr margra tuga kílómetra fjarlægð“ – Hærri en Hallgrímskirkja

Þorvaldur vill ekki sjá vindmyllur á Íslandi: „Sjást úr margra tuga kílómetra fjarlægð“ – Hærri en Hallgrímskirkja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfulla glasið við Grensásveginn talið skilaboð úr undirheimunum

Dularfulla glasið við Grensásveginn talið skilaboð úr undirheimunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Á eftir bolta koma seðlar

Tekjublað DV: Á eftir bolta koma seðlar