fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Sigurjón segir VG gefa auðmönnum eignir á silfurfati en eymd til öryrkja

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og áður þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að á sama tíma og Vinstri græn ávísa fátækt og eymd til öryrkja þá tugmilljörðum úthlutað til auðmanna. Þetta segir hann í pistli sem birtist á Miðjunni.

„Ríkisstjórnin undir forystu Katrínar Jakobsdóttur í Vg, hefur lagt fram frumvarp „Fiskveiðar utan lögsögu Íslands (stjórn veiða á makríl)“, sem felur í sér að gefa megnið af makrílstofninum til nokkra auðmanna. Þessa gjöf á að færa á sama tíma og stjórnin „ávísar fátækt og eymd til öryrkja,“ með endurskoðaðri fjármálaáætlun. Gjafafrumvarpið „Fiskveiðar utan lögsögu Íslands (stjórn veiða á makríl)“ er nú til meðferðar á Alþingi,“ segir Sigurjón.

Hann segir einfaldlega verið að færa auðmönnum eignir almennings á silfurfati. „Skálkaskjól ríkisstjórnarinnar er að vísa í nýlega hæstaréttardóma sem dómarinn Árni Kolbeinsson dæmdi, en það hefði vel verið hægt að koma á móts við tvo umdeilda dóma  með öðrum hætti ef vilji hefði verið til annars, en að færa auðmönnum eigur almennings á silfurfati! Árni Kolbeinsson fyrrverandi hæstaréttardómari, sem fenginn var sérstaklega til að dæma í málinu var sagður hafa skrifað dómsorðið,“ segir Sigurjón.

Hann vísar svo í nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. „Nú er það svo að Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem umræddur hæstaréttardómari, Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna en sonur hans Kolbeinn Árnason var starfsmaður í lögfræðideild Kaupthing fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun,“ segir Sigurjón.

Hann bendir á að sonur hans hafi starfað fyrir LÍÚ. „Makríldómana dæmdi eins og að ofan greinir Árni Kolbeinsson, en svo vildi til að Kolbeinn sonur Árna varð framkvæmdastjóri LÍU, síðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í ágúst 2013. Frá því í október 2014 hefur hann verið framkvæmdastjóri SFS þar til hann hætti í apríl 2016,“ segir Sigurjón.

Hann segir því að Árni sé augljóslega vanhæfur. „Þingmenn sem eru vandir að virðingu sinni og vilja endurvinna traust Alþingis ættu að staldra við samþykkt frumvarpsins og spyrja hvort rétt að samþykkja frumvarp sem byggt er á dómi þar sem einn hæstaréttardómari er að öllum líkindum vanhæfur. Það liggur beinast við að skoða málið frekar. Væri ekki rétt fyrir Katrínu Jakobsdóttur leiðtoga vinstrimanna á Íslandi að fara rækilega yfir makrílmálið i framhaldi af Al Thani dómi Mannréttindadómstóll Evrópu og leggja til endurupptöku dóma sem ríkið tapaði, vegna augljóss vanhæfis Árna Kolbeinssonar vegna hagsmunagæslu sonarins fyrir útgerðir sem fá kvóta á silfurfati á grundvelli dómsorðs föðurins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum