fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Rándýr umferðarlagabrot ferðamanna: Þrír þurftu að borga yfir 150 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að um hafi verið að ræða erlendan ferðamann sem þurfti að greiða 157.500 krónur í sekt.

„Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem ók mjög ógætilega á vespu. Viðkomandi reyndist vera svipt ökuréttindum, auk þess sem hún játaði áfengisneyslu og var grunuð um neyslu fíkniefna. Konan var handtekin og færð á lögreglustöð.“

Þá segir lögregla að nokkrir ökumenn hafi verið staðnir að vímuefnaakstri á síðustu dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.

„Einn þeirra, erlendur ferðamaður, var valtur á fótunum þegar hann gekk að lögreglubifreiðinni til viðræðna við lögreglumenn. Hann viðurkenndi að hafa fengið sér ærlega í staupinu áður en hann settist undir stýri. Hann greiddi 157.500 krónur í sekt áður en hann hélt af landi brott morguninn eftir.

Annar erlendur ferðamaður sem var á leið að Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist einnig hafa innbyrt umtalsvert magn áfengis og þurfi einnig að greiða 157.00 krónur í sekt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“